Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 76

Eimreiðin - 01.07.1931, Síða 76
276 ÞJÓÐIN OQ RÍKIÐ eimreiðin fremst kosinn til að gæta sérhagsmuna, en ekki til þess að gæta samhagsmuna ríkisins. Þessir sérhagsmunir eru aðal- lega fernskonar: — hagsmunir einstaklinga — hagsmunir stjórnmálaflokka — hagsmunir atvinnustétta og — hagsmunir kjördæma. — Þingskipulagið setur hagsmunum ríkisins enga tryggingu, og þess vegna hljóta þeir alt af að mæta afgangi þangað til í óefni er komið, og hinir fyrnefndu sérhagsmunir af þeirri ástæðu eru í sýnilegri hættu. — Einn þingmaður getur ekki byrjað á því að hugsa um hag ríkisins nema bregðast umboði sínu — það er bókstaflegur sannleikur! Því að hann er sendur í bardaga, til að herja út eitt og annað, eða á hrossamarkað, til að gera góð kaup. Sama er að segja um flokkana. Þeir heyja stríð um ríkisfjárhirzluna, og það er af vankunnáttu í hernaðarlist, ef einn flokkur skilar henni í hendur andstæðinganna öðruvísi en tómri. — Þjóðþing er ekki og á ekki að vera annað en sannur spegill þeirra krafta, sem starfa með þjóðinni, og á núverandi þjóðmenningarstigi hljóta afskifti slíks þings af fjárhag ríkisins að verða í formi ráns, en ekki ræktar. Stjórnarástand vort er því þetta, að þjóðin á sér sterkan málsvara í þjóðþingi sínu, en ríkið er málsvaralaust og líkast hræi, sem allir ganga í skrokk á, og þar sem frekjan ein fær sín laun, en hæverskan situr á hakanum. — Ef þetta þykir nú ofmælt, þá þýðir það aðeins það, að ástandið á eftir að versna, því að þróunin getur ekki stefnt í aðra átt, þar sem ríkishugsjónin á sér ekkert starfandi líffæri í stjórn- skipuninni — þar sem þjóðlíkaminn er höfuðlaus. Nauðsyn Það er eðlilegt, að sú spurning komi fram hvort á ríkís- nauðsyn á ríkisskipulagi sé mjög rík, úr því að skipulagi. v£r erum ekkj hernaðarþjóð — hvort vér Is- lendingar eigum ekki að vera trúir hinu marglofsungna þjóð- arsjálfstæði og hafa eins laust ríkisskipulag og framast er unt. En þessi hugsun er jafnskaðvæn í afstöðu vorri út á við og inn á við. Vér ættum að muna svo langt, að sjálfstæðið glataðist forðum fyrir það eitt, að ekki var starfandi neitt ríkisvald í landinu. Hið sameiginlega átak vantaði. — Þjóðarvilji — þjóðræði — þjóðarsjálfstæði án ríkishugsjónar eru dauð hug-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.