Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 83
E'MRE!ÐIN
Tveir fallnir styrktarmenn.
Ur hópi hinna mörgu vina og velunnara þessa tímarits eru
Vir nokkru fallnir í valinn tveir, sem um fjölmörg ár voru
^tsölumenn þess og unnu það starf með þeirri trúmensku og
areiðanleik sem einkendi öll önnur
störf þeirra. Þessir menn eru Pétur
, hannsson, sem var bóksali á Seyðis-
*rði um langt skeið, og Vigfús Berg-
®|einsson, bóndi á Brúnum undir
^VÍafjöllum. Sá fyrnefndi lézt 2. júli
^28, en sá síðarnefndi á jóladaginn
1930.
Pétur heitinn Jóhannsson var
®ddur 7. nóvember 1864. Hann lét
® 'r sig æfisöguþætti, sem ekkja hans
eiur látið gefa út1), og lýsa þeir
Vei viðhorfi hans til þeirra manna
e9 málefna, sem hann kyntist á lífs-
siðinni. En þeir eru einnig látlaus
^Sln9 á því, hvernig lífsbaráttan var háð, hvernig tókst að
Vlnna bug á erfiðleikunum og halda við lífsgleðinni og traust-
ltlu á hið góða í tilverunni, þótt ytri kjör væru oft erfið og
eilsuleysi stundum helzt til þungbært. Þeir sýna, að sá sem
r‘taði, hefur átt frásagnargáfu í ríkum mæli, og eru sumir
Pessara þátta hinir skemtilegustu. Einkum munu unglingar
Pétuv Jóhannsson.
hafa
9aman — og gagn — af að kynnast því, sem höfundur-
lnn hefur að segja frá æskuárum sínum. Er bókin einnig til-
einkuð æskulýð íslands. Pétur Jóhannsson var einn þeirra
^úna, sem oss þykir því vænna um sem vér kynnumst þeim
,e ur. Hann var skemtilegur í viðræðu, fróður um margt og
1 lesinn. En það sem einkum einkendi dagfar hans var alúð,
Samvizkusemi og vandvirkni. Ekkja hans, Helga Árnadóttir,
r) Æfisöguþættir Péturs Jóhannssonar, Seyðisfiröi MCMXXX.