Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 74
274 ÞJÓÐIN OG RÍKID EIMREIÐIN fyrir óvina-árásum og önnur greiðfærari lönd. Og það var síður en svo, að þessi hvöt til ríkisstofnunarinnar yxi, þegar til íslands var komið. Menn sáu, að landið yrði ekki auðsótt með hernaði. — Þá kemur enn sú ástæða til, að hin innri þörf bændaþjóðar til ríkisstofnunar er ekki mikil, á meðan náttúrugæði landsins eru tiltölulega rík og einstakir menn halda uppi siglingasambandi við önnur lönd, svo að fá megi þaðan þær vörur, sem landið sjálft framleiðir ekki. Afleiðingin varð líka sú, að það »lýðríki«, sem hinir fornu íslendingar stofnuðu, var í raun réttri ekkert ríki, í orðsins rétta skilningi, heldur að eins einskonar samlag eða samtök um sameiginleg lög og dómgæzlu, sem þó ekki studdist við neitt eiginlegt framkvæmdarvald eða ríkisvald. — Þetta form reyndist og vitanlega bráðónýtt jafnskjótt og sameiginleg við- skiftaþörf fór að krefjast úrlausnar, og útlent vald fór að leita á og lofa fríðindum. Það var útlenda valdið, sem stofnaði fyrst riki hér á landi um leið og það gróðursetti hér yfirráð sín yfir landi og þjóð. — Drætti að þeirri ríkisskipun, sem nú gildir, hefur og þjóðin sjálf ekki dregið. Þeir urðu til með stjórnarskránni 1874, og ríkið eða ríkisvaldið var danskt þangað til 1903, að það varð íslenzkt að nokkru leyti, og al-íslenzkt varð það fyrst 1918. Eðlilegast hefði verið, að um leið og þjóðin öðlaðist sjálf- stæði, hefði ríkisskipulagið verið steypt upp frá rótum. En það hefur ekki verið gert. Alt hefur miðað að því að rífa niður núverandi skipulag án þess að byggja upp nokkuð nýtt. Þjóðin vill vera sjálfstæð þjóð, en ekki sjálfstætt riki, eða réttara sagt — hún heldur, að þjóð, sem hefur samið sér einhver lög, sé þar með orðin að ríki. En það er mesti misskilningur, eins og síðar skal sýnt. Sannleikurinn er sá, að enda þótt íslenzka ríkið sé í söngvum, ritum og ræðum hafið til skýjanna, þá miðar alt, sem gert er, að því að skafa út öll aðal-einkenni þess og leysa það upp. — Þessu til stuðnings nægir að benda á tvent — konungitm og þingið. Konungsvaldið er samkvæmt ósk þjóðarinnar orðið að eins nafnið tómt. Ríkið er því raunverulega orðið líkast forseta- lausu lýðveldi með ríkisvaldið á hrakningi milli stjórnmála- flokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.