Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 115
EIMREIÐIN
RITS]Á
315
..Þessi dagur er einn þeirra ekki fáu daga í legu Ragnheiðar, er þráin
eWr að sjá barnið hefur blossað upp með miklu magni. Og nú er hún
i'Sgur hér ein, er sem hún hafi skyndilega gleymt hvers vegna hún liggur
ein, og þrá hennar blossar upp að nýju. En hún heldur enn sálar-
hröftum sínum óskertum, og í eitt skifti fyrir öll hefur hún ásett sér að
láta aldrei þessa þrá koma til orða. Ef hún gæti hugsað sér, að barn
hennar hefði nokkurn minsta hagnað af því að verða flutt að sæng hennar,
n'undi hún verða reiðubúin að gera sig að hinum aumasta maðki fyrir
föður sínum, velta sér fram úr rúminu fyrir fætur hans, en þrá hennar
er eigingirni, ekki síður brennheit fyrir það að vísu, en af þeim hvötum
æflar hún sér ekki að biðja föður sinn þessarar síðustu virktar.
Biskup skipar Guðrúnu að fylgja prestinum inn til Ragnheiðar, um
leið og hann minnir séra Hallgrím á, að hún þoli ekki nema örstutta
heimsókn í einu. Fáum augnablikum síðar stendur Hallgrímur Pétursson
v'ö sæng hennar.
Hann verður að láta á móti sér til að setjast strax á rúmstokkinn,
1 svo innilegri nánd við þá óvæntu sýn, er blasir við honum . . . Nú
l'Sgur hún hér með dauðann reiðubúinn til að grípa hana, en að vörmu
sPori sér hann ekkert nema augu hennar, þau leiftra, stór og skær og
uh af gleði, og draga hann niður á rúmstokkinn.
Eu undir eins og hún fer að tala, er rödd hennar svo veik, að hann
verður að leggjast á kné við sængina til að heyra hvað hún segir. Og
meöan hann liggur hér, finst þessum manni sem hann hafi á einni svip-
^undu stigið út úr dyrum að krambúð inn í dyr að helgidómi. Orð
eunar eru strjál og sem fæst, — hvert orð kostar hana þjáning, og hún
V>11 ná að segja honum nú, í hans eyru, hvað hún er þakklát fyrir gjöf
ans- Hann missir af sumum orðunum, en hann nemur meining þeirra:
Sálmarnir eru undir koddanum, tekur hún til máls . . . Konan, sem
s>tur í fossinum — leikandi á hörpu — fyllir geiminn — alt rúmið —
m,H> himins og jarðar — slíkir eru sumir sálmarnir — eins og fimm
s'ðustu versin þess tuttugasta og — fimta — hann er allra — allra —
fallegastur.
Svo þagnar hún sviplega, og séra Hallgrímur þerrir með handdúk
unar svitann af enni hennar. Hann stendur ekki upp, hann segir hægt
°9 Slögglega við eyra hennar:
" Enginn hefur fært mér slíkar þakkir sem þér hafið gert nú, jómfrú
anheiður, og enginn mun gera það síðar, því það þakklæti, sem kemur
6 1>> á réttum tíma, kemur aldrei.
meö þeim orðum ætlar hann sér að kveðja hana, því hann sér,
a hún má ekki við neinni áreynslu. En þá segir hún eitthvað, hann
V9>r sig fram, að eins nógu snemma til að nema síðari helming
sPurningarinnar:
yður sjálfum . . . fallegastur?
Eg veit það ekki. Ég er ekki sjálfur ánægður með meira en þrjú
Versorð í öllum sálmunum.