Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 104
304
RADDIR
EIMREIÐIN
enda fer hiö vestræna fas þeim vel. En hitt verÖur aldrei annað en
viðrinisháttur aö ætla sér að líkja eftir fasi, Iíkamlegu eöa andlegu, sem
er einkennilegt fyrir annan mannflokk en þann sem maður tilheyrir
sjálfur að mestu leyti. Og Islendingar tilheyra nú yfirleitt norrænu kynii
og öll eftiröpun á háttum annarra kynja hjá norrænum mönnum getui
ekki orðið annað en máttlaust fálm út í Ioftið. Þess vegna er það skað-
legt, ef tryllingshátturinn nær að útbreiðast með íslendingum; hann er
þeim ekki eðlilegur. Hvert kyn er fagurt og gott út af fyrir sig, en kyn-
blendingar hvarfla stundum á milli kynja, eru rótlausir í hvorutvegSI®
kyninu, — eru að vísu kannske „interessanl" og skemtilegir, en vantar
„jafnvægi skapferlisins", sem íslendingum hefur hingað til þótt aðdáunar-
vert, eins og Ragnar Kvaran segir, og er slíkt ekki eftirlíkingarvert.
En því var ég að tala um sjúkdómsroða áðan? Af því, að þessi
fryilingur og þetta glamur er í raun og veru ekki einkenni neins ser-
staks mannflokks, nema að litlu leyti. Það eru einkenni auglýsings'
aldarinnar, hitasóttar-órar og ónáttúra sundurrifinnar kynslóðar, sem ber
á sér einkenni haldlausra bastarða og „uppskrúfaðs" sálarlífs. Alt er
undir því komið að „vera skemtilegur og spennandi", að „ganga í fólkið <
til þess eru öll meðul notuð, alt frá klámi og upp í glannalegt guðlast-
Því sundurtættari sem maður er, því betra, — því „fjölbreytlara sálarlíf <
— en skapfesta, „karakter", er einskis metin.
Þessi lýsing á ekki að vera nein fordæming á H. K. Laxness eða
Davíð Stefánsson. Báðir hafa þeir gert ýmislegt vel og hófsamlega. En
hinu verður ekki neitað, að á þeirri „stefnu", sem hér um ræðir, ðer
þó nokkuð í ritum þeirra og ýmsra annarra nútímahöfunda. Þeir hafa
margt sér fi! afsökunar, — aldaranda og umhverfi, auglýsingafaraldurirm
á öllum sviðum mannlífsins. En ég vil halda því fram, að þessi stefna>
þessi hugsunarháttur sé skaðlegur, sé ókarlmannlegur, sé í beinni and'
stöðu við arfgengar eðlisávísanir íslendinga og annara norrænna þjóða-
Það eru áhrif frá menningu, sem er að úrkynjast, — það er hjá osS
Islendingum, þótt auðvitað í allra-smæsta stíl sé, vottur um »hrun
Vesturlanda" (Oswald Spengler). —
En annars getur vel verið, að maður taki þetta alf of alvarlega, °S
þetta sé aðeins glannaskapur ungra „gæðinga", en þegar það kemur fm1^
sem nýjasta vizka og er hampað af gagnrýnendum og hálfri þjóðinni, Þa
virðist sannarlega vera kominn tími til að segja nokkur alvöruorð oS
sýna fram á, að hér á ekki gagnrýnislaus aðdáun við. Fálm verður aldrel
annað en fálm, þó að mikið sé Iátið, og engin ástæða til að dubba Þajj
upp£semj neina afburða-fimi. Og enginn maður verður stærri á ÞV1 a
tylla sér á tá og þykjast ná upp í tunglið.
Jakob Jóh. Smáti•