Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 54
254
DRAUMUR
EIMREIÐIN
Og hann hló hljóðlausan hlátur upp til min.
— Svo var ég alt í einu stödd í loftherbergi, þar sem ég
hafði leikið mér í bernsku, og gullnir geislar sólarinnar léku
þar um gamlar skrínur og kistur og skran. En fyrir neðan
undir glugganum stóð maðurinn, sem sópaði spörvunum sam-
an í lófa sér og muldi þá. Og munnur hans kallaði hljóðlaust
á mig, og augu hans, umkringd blóðugum sárunum, skipuðu
mér að koma þvert í gegnum múr og vegg.
Eg stóð við gluggann. Eg sá gulan þjóðveginn úti á hæð-
unum, þar sem ég hef gengið mín sælustu spor — birtan
yfir ljóslituðu héraðinu dó skyndilega, og ég sá ekkert nema
hann.
Hann stóð niðri í kjarrinu innan um vínrósirnar. Hann
nafði lyft hvítu, tærðu andlitinu og horfði upp til mín, bros
lék um þunnar, blóðugar varir hans og úr særðum augunum,
hann hló og kallaði í þögn og lyfti annari hendinni blóðugri.
Og ég vissi, að ég varð að hlýða — þessari hönd, sem
mundi merja mig í sundur eins og hún hafði marið hrædda
spörvana —.
Svo steypiist ég út um gluggann. Og svo vaknaði ég--------------
Eg hugsaði ekki um annað en drauminn næstu daga. Og
oft hef ég hugsað um hann síðan. Eg gleymi aldrei andlitinu,
sem ég sá í draumnum.
Eg velti því fyrir mér þá, hvað draumurinn mundi þýða.
Því ég vissi, að hann þýddi eitthvað.
Þetta andlit! — ég hef kallað það andlit dauðans og andlit
lífsins og andlit ásfarinnar. En að vísu var þetta ekki annað
en draumur. Vísindamenn segja, að draumur standi í mesta
lagi yfir í þrjár mínútur. En þeir segja reyndar líka, að tím-
inn sé ekki til-----------.
Sigrid Undset.