Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1931, Page 54

Eimreiðin - 01.07.1931, Page 54
254 DRAUMUR EIMREIÐIN Og hann hló hljóðlausan hlátur upp til min. — Svo var ég alt í einu stödd í loftherbergi, þar sem ég hafði leikið mér í bernsku, og gullnir geislar sólarinnar léku þar um gamlar skrínur og kistur og skran. En fyrir neðan undir glugganum stóð maðurinn, sem sópaði spörvunum sam- an í lófa sér og muldi þá. Og munnur hans kallaði hljóðlaust á mig, og augu hans, umkringd blóðugum sárunum, skipuðu mér að koma þvert í gegnum múr og vegg. Eg stóð við gluggann. Eg sá gulan þjóðveginn úti á hæð- unum, þar sem ég hef gengið mín sælustu spor — birtan yfir ljóslituðu héraðinu dó skyndilega, og ég sá ekkert nema hann. Hann stóð niðri í kjarrinu innan um vínrósirnar. Hann nafði lyft hvítu, tærðu andlitinu og horfði upp til mín, bros lék um þunnar, blóðugar varir hans og úr særðum augunum, hann hló og kallaði í þögn og lyfti annari hendinni blóðugri. Og ég vissi, að ég varð að hlýða — þessari hönd, sem mundi merja mig í sundur eins og hún hafði marið hrædda spörvana —. Svo steypiist ég út um gluggann. Og svo vaknaði ég-------------- Eg hugsaði ekki um annað en drauminn næstu daga. Og oft hef ég hugsað um hann síðan. Eg gleymi aldrei andlitinu, sem ég sá í draumnum. Eg velti því fyrir mér þá, hvað draumurinn mundi þýða. Því ég vissi, að hann þýddi eitthvað. Þetta andlit! — ég hef kallað það andlit dauðans og andlit lífsins og andlit ásfarinnar. En að vísu var þetta ekki annað en draumur. Vísindamenn segja, að draumur standi í mesta lagi yfir í þrjár mínútur. En þeir segja reyndar líka, að tím- inn sé ekki til-----------. Sigrid Undset.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.