Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 67
EIMREIÐIN
ALBERT EINSTEIN
267
Um hann. Reiser er vinur Einsteins, og hefur Einstein ritað
formála fyrir bók hans og staðfestir þar, að Reiser fari rétt
með efnið. Það sem hér er sagt um Einstein, er að mestu
eftir þeirri bók tekið.
Albert Einstein er fæddur í borginni (Jlm á Þýzkalandi
■*4. marz 1879, og voru foreldrar hans gyðingar. Þegar
drengurinn var ársgamall, fluttu foreldrar hans með hann til
Mhnchen og dvöldu þar í fjórtán ár. Faðir hans, Hermann
Einstein, var vélsmiður og kaupmaður og veitti verzlun einni
^eÖ rafmagnsáhöld forstöðu. Foreldrar Einsteins lifðu mikið
ui af fyrir sig og höfðu lítið samneyti við nágrannana, enda
varð Einstein hinn ungi þess fljótt var, að fólk hafði fremur
hern í síðu þeirra, af því þau voru gyðingar. Hermann Ein-
s*ein var maður rólyndur og glaðlyndur. En hann var frí-
hvagjumaður og hafði ýmigust á trúarbrögðum kynbræðra
s,nna. Taldi hann sér það til gildis, að hann leyfði ekki að
hefa helgisiði gyðinga um hönd á heimili sínu. Aftur á móti
bar snemma á því hjá Einstein yngra, að hann væri trú-
nneigöur að eðlisfari. Segist honum svo sjálfum frá, að hann
ua‘i verið mjög hnugginn yfir því, að faðir sinn skyldi ekki
hhða um helgisiði feðra sinna. í hans augum voru þeir heilög
°ðorð, sem glæpsamlegt var að virða að vettugi. Trúarþörf
sinni reyndi hann í bernsku að fullnægja með ýmsu móti.
|*ann orti ljóð guði til dýrðar og samdi sjálfur lög við þau.
Moð sín söng hann svo heima og á strætum úti. Honum
anst guð birtast í öllu umhverfis sig og að guð og náttúran
vaeri í raun og veru eitt og hið sama.
Einstein virðist ekki hafa verið bráðþroska. Bæði var hann
Seuin til máls og tregur til náms. Kenslukonan, sem kendi
°num í heimahúsum, gaf honum viðurnefnið »Pater Lang-
jVe,K sem þýðir »Leiðinda-pabbi« eða eitthvað álíka skemti-
9‘> °g sýnir, að hún var ekki ánægð með þenna námssvein
smn. Þó er í frásögur fært, að svo gagntekinn hafi hann
°rðið- t>á aðeins fjögra ára, er faðir hans sýndi honum raf-
^ansnálina og útskýrði fyrir honum eðli hennar í fyrsta sinn,
a hann hafi »titrað á beinunum og kólnað upp«.
^egar hann var sex ára gamall, var hann sendur í barna-
° a> en ekki féll honum vel dvölin þar. Honum fanst kenn-