Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 114

Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 114
314 RITSJÁ eimreiðiN samkvæm alla söguna út. Hún er heilsteypt hjá höfundinum. Hún er sama einbeitta, óhlífna og stórbrotna konan þegar hún bryzt yfir Tungu- fljót og Hvítá í hamslausri þrá eftir að sjá barn sitt, eða þegar hún neitar föður sínum um það,. með djúpri fyrirlitningu, að taka bónorði Gísla Hólabiskups Þorlákssonar, eða þegar hún á sjálfri banasænginni hrópar ógnandi orðum til föður síns, — eins og hún hefur áður verið i ástum sínum. Málið á þessu seinna bindi er öllu lakara en á því fyrra og piófarka- lestur svo slæmur að lýti eru að. Við fljótan yfirlestur kemst maður ekki hjá að hnjóta um nokkra tugi af villum. Sagan er áður komin út á dönsku, og ber þessi bók sumstaðar með sér, að frummálið sé danska. Hér skal ekki dæmt um hve vel höfundi hefur tekist að stæla málfar 17. aldar manna. Það er sök sér þó að samtöl séu færð til þeirrar aidar máls, sem þau gerast á, og getur farið vel, en ekki virðist þetta eins nauð- synlegt í lýsingum. Orðréttar tilvitnanir í skjöl og bréfabækur frá 17. öld bera því vitni, að höfundurinn héfur kynt sér vel sögulegar heimildir að viðburðum þeim, sem hann er að lýsa. Er ekki laust við, að hinn fræðilegi blær frásagnarinnar verði stundum til lýta, þar sem hér er um skáldsögu að ræða, þó að þetta sýni að vísu mikla vinnu og erfiði, sem höfundurinn hefur á sig lagt. En Guðmundur Kamban hefur þrátt fyrir alt samið hér skáldverk, sem er íslenzkum bókmentum gróði. Hafi menn verið í nokkurum vafa um þetta eftir útkomu fyrra bindisins af „Skálholti", þá ætti sá vafi að hverfa við lestur þessa síðara bindis. Því bók hans er fyrst og fremst skáldverk, — þrátt fyrir fræðimenskuna. Sumir kaflarnir eru þannig rit- aðir, að lesandinn verður hugfanginn. Sem dæmi má nefna 19. kaflann, um síðasta fund þeirra Ragnheiðar og sálmaskáldsins Hallgríms Péturs- sonar. Það er miðvikudaginn 11. marz 1663. Ragnheiður hefur Iegið sárþjáð vikum saman og bíður dauðans. Henni hefur verið haldið eins og fanga heima í Skálholti, síðan hún kom heim frá Bræðratungu eftir barnsburð- inn. I nálega heilt ár hefur hún hvorki fengið að sjá Daða Halldórsson eða barnið, sem hún var slitin frá, þegar hún var flutt heim í Skálholt. Hún hefur að vísu reynt að strjúka austur að Hruna, til þess að fá að sjá barnið. En henni hefur mistekist tilraunin. Hún hefur verið ofurliði borin af tveim fílefldum karlmönnum, sem hafa veift henni eftirför, náð henni á bökkum Hvítár og flutt hana bundna heim í Skálholt aftur. Og nú eru líkamskraftar hennar þrotnir. Þennan fyrnefnda miðvikudag er Hallgrímur Pétursson staddur í Skál- holti og situr á tali við Brynjólf biskup. Ragnheiður fréttir um komu Hallgríms í Skálholf og sendir þau boð til hans, að hann líti inn til sín- Hann hafði gefið henni handritið að Passfusálmum sínum, og eftir sfuttan tíma á úlfararsálmur hans, „Alt eins og blómstrið eina“, að hljóma í fyrsta sinni við íslenzka jarðarför, við hennar eigin gröf. Nú vill hún fá að tala við höfund Passíusálmanna, skáld sitt og vin:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.