Eimreiðin - 01.07.1931, Blaðsíða 30
230
ÓGÖNGUR OG OPNAR LEIÐIR
EIMREIÐIN
það öðru en óáran í fólkinu, að fjöldi jarða um þvert oS
endilangt Island skuli ýmist vera í eyði eða að leggjast i
eyði, af því fólk vanti til að sitja þær. A meðan slíku fer
fram ganga menn atvinnulausir í hópum við sjávarsíðuna-
Brotið land geymir þá framfærslumöguleika, sem mölin við
sjóinn getur aldrei í té látið, jafnvel þótt þar sé atvinnu að
hafa, hvað þá heldur þegar svo er ekki. Gróin jörð getut
fætt og klætt þann að mestu, sem er nægjusamur og starf-
samur, og það jafnvel þótt markaðsverð fyrir afurðir hans se
lágt. Það, að þetta má takast, er vegna þess, að jörðin oS
peningur sá, sem hún getur framfleytt, lætur það í té milli'
liðalaust, sem bæjarbúinn verður að afla sér með gjaldeyr1
þeim, sem því aðeins er handbær að atvinnan sé til að af*a
hans, og ekki fæst að öðrum kosti, hversu heitt sem hinn at-
vinnulausi þráir að fá að vinna. Sá, sem hefur farið um hin
víðlendu héruð landsins, gengur fljótt úr skugga um, að ekki
skortir land til ræktunar. Á Suðurlandsundirlendinu einu eru
nægileg ræktunarskilyrði til þess, að þar geti lifað fólk svo
hundruðum þúsunda skifti. Ríkið og kirkjan á jarðir víðs-
vegar, lítt eða ekki setnar. Haldkvæmasti styrkurinn, og sa
sem myndi auka þjóðarauðinn en ekki rýra, væri sá, að ríkið
úthlutaði atvinnulausu fólki einhverju af þessum jörðum oð
styrkti það til að eignast vísi að gripastofni. Sá vísir msetti
vera mjór.
Einhverjir munu nú vafalaust halda því fram, að með slík'
um og þvílíkum ráðstöfunum, eins og hér er bent á, vseri
ríkið aðeins að leggja í enn einar umbæturnar út í óvissunði
sem ég hef áður minst á. En svo væri þó ekki. Sá samruni
milli auðvaldsstefnu og jafnaðarstefnu, sem nú er að fara fra111
víðsvegar um heim, mundi einmitt birtast fagurlega í þessari
tilraun og sýna góðan árangur. Það er nú að verða ljóst, að
barátta sú, sem svo lengi hefur staðið milli auðvaldsstefn-
unnar og jafnaðarstefnunnar, hefur mjög breyzt síðustu árin,
og er jafnvel að leysast upp, en báðar stefnurnar að samein-
ast í nýja einingu, ríkisauðvaldið, sem ekki gerir kröfu til
vera eigandi framleiðslutækjanna, en lætur sér nægja íhM'
unarréttinn um það, hvernig með þeim er unnið. Þessa ny)a
fyrirkomulags hefur gætt mikið hjá ýmsum ríkjum eftir ófr$'