Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1931, Page 116

Eimreiðin - 01.07.1931, Page 116
316 RITSJÁ EIMREIÐIN — Hver? hvíslar hún. Séra Hallgrímur sér eftir svari sínu, því að nú, þegar hann á að segja þau fyrir henni, er hann líka óánægður með þau. En nú er það of seint, hann segir þessar hendingar blátt áfram og án þess að horfa á hana á meðan: Athvarf mitt jafnan er til sanns undir purpura hápu hans, þar hyl ég misgerð mína. Og svo vill hann fara, hann má ekki þreyfa hana lengur, en þegar hann lítur á hana, finnur hann augu hennar full af skelfing, finnur í þeim likt og endurkast af álösun — frá sjálfum sér. Er það hugsanlegt, að hún hafi misskilið þessa tilvitnun, sem hún sjálf knúði fram? Eða — eða? Er hræðsla hennar hræðsla við dauðann, hræðsla við, að hennt verði ekki fyrirgefið? Annaðhvort — en hvort heldur? Og nú tekur hinn mildi maður að tala til hennar, ekki með neinum tilvikum að synd hennar, heldur með mannlegum orðum, sem falla eins og smyrsl að sárt: Síðan hann misti sína eigin litiu, gáfuðu dóttur, Steinunni litlu, fjögra og hálfs árs gamla, augastein sinn í þessum heimi, hefur honum ekki þótt eins vænt um neina litla stúlku eins og hana, Ragnheiði Brynjólfsdóttur . . • En nú getur skáldið ekki sagt eift orð meira, sorgin yfir hinum grimmúð- legu örlögum hennar, sem liggur hér deyjandi, gremjan yfir hörku föður hennar, það sýður undir hans heitu tilfinningum, varir hans taka að titra og á svipstundu allur Iíkami hans, svo að hin sjúka manneskja, er liggur hér að eins óliðið lík, verður að gera veika tilraun til að hugga hann . . ■“ Slík er lýsing höfundarins á þessum fundi. Hann hefur lifað sig hér inn í atburðina, og svona rita ekki aðrir en þeir, sem hafa orðið þeirrar náðar aðnjótandi að finna þytinn af skáldgyðjunnar voldugu vængjum —' og kraftinn frá nálægð hennar. Erich Maria Remarque: VÉR HÉLDUM HEIM, íslenzkað hefur Björn Franzson, Reykjavík MCMXXXI. Enn bætist árlega við styrjaldar-bókmentirnar svonefndu, bækur, sem fjalla um ófriðinn mikla frá árunum 1914—1918, tildrög hans og afleið- ingar. Fáar eða engar styrjaldar-bókmentir hafa átt öðrum eins vinsæld- um að fagna eins og bækur Remarques, „Tíðindalaust á vestur-vígstöðv- unum“ og „Vér héldum heim“, sem báðar hafa nú verið þýddar á íslenzku. Bókin „Tíðindalaust á vestur-vígstöðvunum“ kom út í fyrra á íslenzku og náði hér mikilli hylli. Síðari bókin, „Vér héldum heirn", sem er fram- hald af hinni, kom út nú í sumar og mun ekki síður en hin fyrri verða vinsæl meðal íslenzkra lesenda. Ðækur Remarques eru fyrst og fremst sálarfræði hermannalífsins, lýsing á Iífi hermannanna þýzku á vestur-vígstöðvunum og eftir að þeir komu aftur heim til Þýzkalands, lýsing á þeim áhrifum, sem hernaðurinn hafði á þá, þeim þjáningum, sem þeir urðu að þola, og þeim vonbrigð- um, sem þeir urðu fyrir, eftir að friður var saminn og þeir héldu heim.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.