Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 50
30
Á TÍMAMÓTUM
EIMREIÐIN
Sama ár varð Carmona herforingi forseti í Portúgal. Má
heita að hann hafi ráðið þar öllu síðan með tilstyrk dr.
Salazars hins ágæta fræðimanns. Þá hófst og einveldi próf-
Voldemaras í Lithúaníu.
Arið 1929 gerðist Alexander konungur einvaldur í Júg°'
slaviu, því þingstjórnin hafði reynst herfilega. Tveim árum
síðar var stjórnarskrá samin og þing sett, en valdið er eig'
að síður algerlega í höndum konungsins.
Árið 1931 tók Carol konungur mest öll völd í sínar hönd-
ur í Rúmeniu.
Árið 1932 var Roosevelt kosinn forseti í Bandaríkjunutn,
og var honum gefið að mestu alræðisvald.
Árið 1933 komst Hitler til valda í Þýzkalandi og gerð'
þar stjórnarbyltingu, sem fór í mjög líka átt og ítalska bylt'
ingin, sameinaði landið í eina heild og barði niður kommún-
ista og flokkadeilur. Um líkt leyti gerðist Dollfuss einvaldur
í Austurríki.
Af þessu stutta yfirliti má sjá, að ekki faerr*
byíthiganna en rlJi* 1 JlaJa Jen9TV e^a skemt'
tíma snúið baki við lýðræðinu og fengið eW'
um manni eða örfáum öll völd í höndur. Er þetta um helm'
ingur ríkja í álfunni, en í ríkjum þessum eru um 385 mill-
íbúa, í lýðveldisríkjunum tæplega 150 milj., tæpur þriðjungur
Norðurálfubúa.
Þessi bylting hefur og farið víðar, svo sem til Egyftalands,
Persíu, Japans og Kína.
Þannig rættist þá draumur Wilsons forseta um lýðveldi 1
öllum löndum! I stað þess kom harðstjórn og heimsbylting-
Sé nú spurt af hverju þessi undur séu sprottin, að fólkiö
fleygir skyndilega frá sér frelsinu, málfrelsi, prentfrelsi, jafn'
vel trúbragðafrelsi og sjálfum kosningaréttinum, sem nota
mátti til þess að skifta um húsbónda og kría út einhverja
hagsmuni, — þá er svarið einfalt: Menn tóku þann kost
sem þeir hugðu beztan, þó margir dönzuðu nauðugir, ekki
sízt í Rússlandi. Lýðræðið hafði gefist svo illa, að menn
treystu því ekki lengur.
Hvergi kom þetta ljósar fram en í Þýzkalandi, því þar
komst Hitler til valda við almennar kosningar!