Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 44
24
Á TÍMAMÓTUM
EIMREIÐIN
ýms vel launuð slörf og stöður, með því skilyrði, að mikilt
hluti launanna renni í flokkssjóð. í Englandi hefur þótt kveða
talsvert að því, að titlar og heiðursmerki væru seld, og and-
virðið rynni í flokkssjóð. Þá er það ekki fátítt, að gróðafélöS
fái ýms vildarkjör, gegn því að greiða mikil giöld í þessu
augnamiði (Bandaríkin). — Víða koma Hallgerði bitlingar.
Hjá erlendu stórþjóðunum veltur þessi herkostnaður aetíð
á miljónum króna. í Bandaríkjunum eyðir t. d. hver flokkur
10—15 miljónum dollara í hverjar kosningar. Jafnvel verka-
mannaflokkarnir standa ekki öðrum að baki í þessu efm*
Árið 1928 lögðu þýzku jafnaðarmennirnir 75 milj. marka '
kosningar. Það er og á allra vitorði, að þeir, sem mest leggia
af mörkum, vilja líka oftast hafa nokkuð fyrir snúð sinn, e^
kosningarnar vinnast, og getur hann orðið ríkinu dýrkeyptur-
Spílling Öllu Þessu kosningafargani hefur víða fylgt hin
magnaðasta spilling. Það hefur verið reynt að
útrýma henni með ströngum lögum, en lítt tekist. í Banda-
ríkjunum er bannað að þingmannsefni verji meiru en 5,000
dollurum (20—25,000 kr.) til kosningaundirróðurs. Aftur mega
öldungadeildarmenn verja 25,000 dollurum (115,000 kr.)
þessa, enda ná ekki aðrir kosningu en auðmenn. Árið 1929
kostaði hvert atkvæði við kosningarnar í New-Vork $ 1,26
(um 6 kr.). I Englandi má hver flokkur ekki verja meiru en
5 pence (50 aurum) á hvern kjósenda, en þetta er þó all-
mikið fé í stórum kjördæmum!). Það má geta nærri hve
auðvelt sé að hafa eftirlit með slíku, því hvorki eru reikn-
ingar flokkssjóðanna endurskoðaðir né birtir opinberlega.
I Frakklandi og víðar hefur verið reynt að láta ríkið borga
kosningablöð og bréf. Þetta varð til þess eins, að flokkarnir
lögðu þess meira í annað.
Þessar tölur gefa nokkra hugmynd um þann feikna kostnað,
sem kosningaskipulagið hefur í för með sér, þó mest gangi
í súginn til þess að efna nokkuð af öllum loforðunum. Það
er ekki furða, þótt eyðslan vaxi með ári hverju, skattarnir
hækki og alt stefni norður og niður.
En jafnframt vinna kosningarnar að því að gerspilla þjóð-
1) Um £ 2000 að meðaltali á hvern þingmann.