Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 90
70
ÓKRÝNDUR KONUNQUR
EIMRE1ÐiN
liðinn, fyrir stórfelt og göfugmannlegt ævistarf á 77 ára lífs'
leið. Má þar sem dæmi nefna Nobelsverðlaun, sem honum
voru veitt á sjötugsafmæli hans 1902 og hátíðlegt aldar-
afmælishald árið 1932. En líklega má telja þá viðurkennin9'
una mesta, að hann, horfinn sýnilegum návistum, hefur framar
öllum samtíðarmönnum orðið í vissum skilningi átrúnaðarð0^
þjóðar sinnar — og lengra verður eigi komist.
Sveinn Ólafsson.
Hin sjöunda.
Sjaldan hef ég setið kyr,
sízt, þá helzt ég skyldi.
Sex ég átti áður fyr,
enga missa vildi.
Og til skiftis öllum hjá
yndi gat ég fundið.
Það var fyrst, er þig ég sá,
þá var gleði hrundið.
Fann ég strax við fyrstu sýn,
fyr ei glaður myndi
en þú værir orðin mín,
atlot þín ég fyndi.
Ástríðunnar alda vex,
eins og brim við sanda.
Qleymdi ég hinum gömlu sex,
gekstu mér til handa.
Þú ert sú hin sjöunda,
sannar staðhæfingar,
sjöund hafa heilaga
haldið dulspekingar.
Tvíllaust beitir talan sjö
töfravaldi sínu,
þegar að við erum tvö
uppi’ í rúmi mínu.
Bezta fyrst ég fann hjá þér
fylling vona minna,
engin klæði aftra mér
ylinn þinn að finna.
Enga þér ég líka leit
loga á slíkum fundum,
og mér fanst þú alt of heit
orðið geta stundum.
En mér kemur ekki’ að sök
ylur, seint að kveldi.
Eg hef löngum lifs í vök
leikið mér að eldi.
Og — hversu lengi endist
Enginn má þaö segja.
Líf er stutt, og lán er valt.
Logar kvikna’ og deyja.
Alt er hverfult. Hold er hey.
Hált á millum skara.
Sumir kunna, en aðrir ei,
eldinn með að fara.
Löngum bar ég léttan sjóð,
Ienti oft í klípu.
— Þetta er annars ástarljóð
um eina reykjarpípu.
Böðvar frá HnífsdaU