Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 91
^'MREIÐin
Á Dælamýrum.
Þættir úr dagbók Bjarna Sveinssonar.
[Þaettir þessir eru úr óprentuðu smásögusafni, sem höfundurinnnefmr:
Vætingjar — smásögur frá ýmsum löndum — eftir einn þeirra". Inn-
9an9urinn að þessu safni birtist í „Eimreiðinni" 1933, bls. 174—176].
I. Kvöld í Dælakofa.
Það er laugardagskvöld á Dælamýrum. Við erum a leið
^eim til kofans frá skógarhögginu. Allan liðlangan daginn
axarhöggin hvöss og hörð og hljómlaus borist gegnum
jallakyrðina. Það er eins og nístandi kalt vetrarloftið og
kyrðin vefji þykkum og mjúkum blæjum utan um alt hljóð,
SVo það verður dauft og hljómlaust. Það syngur ekW í axar-
stálinu, bylur ekki i trjábolnum. l^n höggin heyrast þó langar
te>ðir í átakanlegri kyrðinni. Og öðruhvoru heyrist hæglátur
i’festur, sem smáeykst og verður að heilli skriðu, svo brakið
berst sterkt en dauft um allan skóginn og smádofnar svo og
dv'nar í mjúkri kyrð. Það er þegar skógartrén riða og falla
°9 brjóta smáskóginn undir sig í fallinu.
Stundum sjáum við álengdar, þegar stærstu trén fá bana-
köggið. Toppar þeirra gnæfa hátt upp úr hreyfingarlausri sí-
öreiðunni, dökkgrænni um hádaginn og svartri í skammdegis-
rokkrinu, þegar hún ber við fannhvítar hlíðarnar í fjarska og
diúpa snæbreiðuna undir fótum okkar hringinn í kring.
Alt í einu kemur hreyfing á þessa svartbláu kyrð. Snöggur
t'tringur fer um einn hæsta trjátoppinn, og hann tekur að
r'ða. Sár og kæfð stuna rýfur kvöldkyrðina. Þó heyrist hún
e'9i sem venjulegt hljóð né bergmálar, heldur berst eins og
^ungur niður gegnum skóginn. Einkennilegt sambland af
^eyfingu og hljóði, sem eigi er hægt að greina í sundur.
°9 tréð hnígur hægt og þungt út á hliðina, þar sem smá-
skógurinn er einna gisnastur. —
, Mér er sárt um skóginn. Ég hugsa til auðnanna heima á
Islandi. Og hvert axarhögg er sem höggvið í mitt eigið hold.