Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 108
88
Á DÆLAMVRUM
EIMRElÐltf
gert né ófyrirsynju* sagði Kobbi gamli. — Og þegar hann
lagðist banaleguna, tveim árum síðar, þrætti hann enn oS
krossbölvaði sér upp á að hann segði satt. Og það voru
síðustu orðin hans í þessum heimi. Já, það voru þau fyrir sann.
Ojá, ojæja. Svona var nú það. Hann var harður í horn að
taka hann Kobbi gamli í Garði. Og nú gengur hann hér uw
fornar slóðir öðru hvoru og sannar átakanlega, að það hefur
nú samt verið satt, það sem hann þrætti fyrir í nærfelt tuttugu
ár, alveg fram í andlátið. Nú hefur hann engan frið í Sr^
sinni, ræfillinn sá arna. — Við skulum samt vona, að himna-
faðirinn líti til hans í náð sinni og geri honum ekki sömu
skil og hann gerði ívari* mælti Höski gamli að lokum, tróð
í pípu sína og kveikti í henni.
»Attu við að skjóta hann«, sagði Nonni og reyndi að hlæja
kæruleysislega.
>Nei, ég á við að sökkva honum ekki niður í eitthvert
fenið í himnaríki eða þar í nánd. Því varla geta það nú verið
eintómir skógar og lyng- og mosabreiður þar efra frekar en
hér neðra«, mælti Höski gamli íhyglislega. —
»Ég hef aldrei heyrt alla söguna fyr en núna«, msehi
Lárus verkstjóri. »Það er þá ekki furða, þótt eitthvað se
óhreint í kringum kofann hérna. Enda héf ég eitthvað heyrf
um það kvisað, en aldrei neitt nánara*.
»Ojæja já. Það tifar og töltir margt bæði tvífætt og fer'
fætt hérna um öræfin*, mælti Höski gamli. »Það er með
dýrin eins og með okkur mennina. Þau leita á fornar slóð'r
heim í átthagana eftir dauðann, þangað sem lífið og
burðirnir hafa tengt þau sterkum böndum. Við erum svo sem
rótfastir við jörðina á marga vegu. Og það er ekki alt ^
gott að losa um þær rætur. Nei, svo sann er það ekki það!4
bætti hann við eins og við sjálfan sig.
Við þögðum allir langa stund. Þá leit Lárus upp og tók
til orða, og aðra eins mælsku hafði ég aldrei áður heyr*
fram ganga af hans fáorða munni:
»Já, það ganga margar skrítnar sögur um gömul sel °5
gamla fjallakofa hingað og þangað um heiðarnar«, mælti hann
og ræskti sig. »Ég man eftir einni sögu frá ungdæmi minUr
lángt norður undir Dofrafjöllum. Gamall fiðlari hafði búið þar