Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN ÍSLAND 1933 9
Saltað Sérverkað í bræðslu
tn. tn. hektólítrar
Ár 1933: 71.820 147.216 752.198
— 1932: 131.542 115.511 525.752
— 1931: 101.557 110.406 566.976
— 1930: 127.506 58.303 534.775
Sem sjá má er nú lögð minni áherzla en áður á venjulega
Saltsíld, en aftur meiri á svonefnda >matjessíld* fyrir þýzkan
°9 Pólskan markað. Af sérverkuðu síldinni 1933 voru 109.728
tunnur matjessíld, kryddsíld 21.156, sykursaltað 3.234 og
°Öruvísi sérverkað 13.098 tunnur. Sala saltsíldarinnar hafði
Ver>ð lík og árið áður, en matjessíldin seldist ekki eins vel.
Landbúnadurinn. Heyfengur varð í betra lagi, því að gras-
sPretta var mjög góð. Nýting var og góð austan lands og
^orðan, en sunnan lands skemdust hey nokkuð vegna vot-
v>ðranna. — Garðrækt var með mesta móti og uppskeran
m>kil, en sunnan lands skemdist kartöflu-uppskeran meira en
Uokkru sinni áður af myglusýki. — Vélanotkun í sveitum fer
Vaxandi, og er svo mælt, að aldrei hafi heyafli og garð-
uPpskera orðið jafn mikil á mann eins og árið sem leið.
Verzlunin. Gengi íslenzkrar krónu hefur staðið óbreytt
9aSnvart sterlingspundi síðan haustið 1925. Merkasti við-
^urðurinn í gengismálinu árið 1933 var fall dollarsins úr gull-
9'ldi í aprílmánuði. Meiri áhrif á íslenzk viðskifti og skulda-
skifti hafði þó fall dönsku krónunnar í janúar um nær 15»/o.
^efur hún verið skráð hér síðan jöfn íslenzkri krónu.
Verðlagið hefur á árinu færst í hagstæðara horf yfirleitt.
^iskverðið hefur að vísu staðið í stað, en flestar aðrar ís-
leuzkar afurðir hækkað. Síldarafurðir, mjöl og olía, hækkuðu
dálítið og sömuleiðis lýsi. Sú framför varð á meðferð lýsis,
að byrjað var að kaldhreinsa það með nýjum tækjum. En
mestu munar verðhækkun sú er varð á landafurðunum, sem
aður voru í mjög lágu verði.
Saltkjöt hækkaði um 20 af hundraði, ull um 30 °/o og
9ærur og freðkjöt um 60°/o. Útflutningur á saltkjöti sýnist
Vera að hverfa. Út fóru á árinu aðeins um 6000 tunnur, og
er skaðlaust þótt kjötverzlunin hverfi inn á nýjar brautir.