Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 92
72
Á DÆLAMÝRUM
EIMREIÐIN
En ég bít saman tönnum og blístra. Samt get ég ekki látiS
vera að hugsa og finna til. — Mér dettur í hug konungut
skóganna: risa-elgurinn. Þegar hann fær banaskotið, hnígur
hann hægt og þungt niður á hnén og starir stórum, undrandt
augum út í ríki sitt, sem óðum er að hverfa inn í blámóðu
dauðans. Svo slokkna augun skyndilega. Höfuðið hnígur-
Elgurinn veltur út á aðra hliðina í allri sinni þyngd, og risa-
vaxin hornin lemja niður smáskóginn, svo brestur og brakar
vítt um kring. Svo breiðist þögnin og kyrðin yfir skóginn a
ný, meðan blóðið drýpur dökt og heitt niður í hvítan snjóinn-
Eins er það með stór-viðinn. Hann riðar og fellur hsQ^
og þungt niður á næstu trén, sem halda honum uppi ulíl
stund. En svo brýtur hann alt í einu alt undir sig. Klýfur
og kvistar greinar og ungviði og bælir það til jarðar. Það er
eins og ógurlegri risa-exi hafi verið brugðið gegnum skóg'
inn, og hún hafi höggvið svöðusár þar, sem stórtré hefur
fallið. En næstu trén, sem svignað hafa undan eða aðein&
dregist eitthvað áleiðis með í fallinu, reisa sig snögt á ný °S
hrista af sér snæinn, sem legið hefur í sköflum á greinunuiu-
svo þurramjöllin þyrlast, eins og skaðræðis skafrenningur 1
hvirflandi hringiðu, á dálitlum bletti, hátt í loft upp.
Og út úr þessari hvítu hringiðu kemur Dumb-Óli labbandif
með skógar-exi sína á öxlinni.
Dumb-Óli er venjulega síðastur okkar allra heim að kof*
anum á kvöldin, því að hann heyrir ekki, þegar hóað er til
heimferðar. Og svo hættir honum við að fara í víking un1
skógana. Hann leitar þá upp stærstu trén, sem merkt eru
falls, í stað þess að ganga á röðina, eins og til er aetlast-
Smærri trén geta strákarnir — og við hinir — glímt vi^;
eða svo hugsar víst Dumb-Óli. Enda er það nú líka minn’
hætta á ferðum, þótt þau kynnu að detta af handahófi a
»vitlausu hliðinac! Þau eru þá ekki þyngri en svo, að sma-
skógurinn heldur þeim uppi stundarkorn, meðan stráksklaufmn
er að smokra sér undan.
Öðru máli er að gegna um stóru trén. Þau verSa að faHa
í réttu áttina, hnitmiðað og nákvæmlega, bæði til þess
valda sem minstum skemdum á skóginum, og eins til ÞesS