Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 102
82
Á DÆLAMÝRUM
EIMREIÐIN
baki, og færðust þau hægt og gætilega fram með langvegg"'
um norðanverðum. Strákarnir risu upp báðir og litu forvitnis-
augum til okkar hinna.
»Liggið þið kyrrir, drengir«, mælti Höski gamli lágt. »Látið
ykkur þetta engu skifta, enda er ekkert að sjá í þessu myrkrL
þótt að væri gáð«.
Við lágum kyrrir og hlustuðum. Kyrðin var átakanlega
næm. Aðeins snarkið í arninum, annars dauðahljóð. Fótatakið
fram með veggnum færðist nú áfram í áttina til dyranna, hæ9*
og hikandi. Dumb-Óli var órólegur og horfði hálfvandræða-
lega í kringum sig. Hann hafði sezt framan á bálkinn sinn>
en ekki Iagst út af aftur. Það var sem hann hlustaði með
innri eyrum, næmari og skilningsbetri en okkar hinna. 03
svipbrigðin á andliti hans voru mjög greinileg.
Alt í einu var ytri hurðinni hrundið upp, og í sama bih
kvað við stuttur og harður hvellur, fremur dimmur. Við hrukk-
um allir við og settumst upp og horfðum til dyra. Enginn
mælti orð af munni.
»Verið þið kyrrir, piltar«, sagði Höski gamli hæglátlega-
»Þetta líður alt hjá«.
»Hvað þá!« sagði Siggi nokkuð drýgindalega. »Þetta vaf
ekkert annað en frostbrestur í veggnum, núna þegar tekið
er að lina frostið*.
»Þekkirðu nú ekki frostbresti, drengur minn«, mælti Hðsk*
gamli. »Eg þekki þá hljóðið að tarna. Eg hef ekki sve
sjaldan heyrt röddina í henni þessari. Og ég ætti nú svo sem
að þekkja hljóðið og hvellinn í þeim flestum, byssunum um
þessar slóðir. — Og þessa hérna hef ég auk þess haft 1
höndum nokkrum sinnum. — Hún hefur ætíð verið fremm"
dimmrödduð, sú arna«.
Stundarkorn var dauðaþögn í kofanum. Það heyrðist ekki
einu sinni andardráttur nokkurs okkar. En svo heyrðist þramm
í snjónum á ný og lét hátt, eins og vant er í miklu frosti.
Snjórinn ískraði og ýlfraði við hvert spor. Og nú var stigi^
þyngra til jarðar en áður og spyrnt fast í. Einnig heyrðist
annað hljóð, einkennilega saman sett og óljóst, eins og dreg*
inn væri skíðasleði með einhverju hangandi aftan í.