Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 78
58 MAKROKOSMOS eimreiðin
makrokosmos jafnt í dag og nokkru sinni áður. Órjúfanlega
samræmisbundin eining alls hins skapaða, sem ný þekkinS
staðfestir sífeldlega, er skýrastur vitnisburður um þann mikla
heimssmið, sem stendur að baki allrar tilveru og birtist jafnt
í stóru sem smáu, jafnt í samklið sólnanna í geimnum eins
og í andvörpum hinna smæstu af öllum þeim smáu á þessari
»rykögn í rúminu«, sem vér nefnum móður jörð.
Sveinn Sigurðsson.
S var.
Þú minnist, er hlæjandi vermdi þig vor,
og vorgróður prýddi þín barnsglöðu spor.
Þá hló við þér hamingjusunna.
Þá kom hún til þín með kærleiksbál
og kveikti þér eld í hjarta og sál.
Þá vildirðu öllum unna.
Nú finst þér, vinur, að sortni sól,
nú segirðu orðið fátt um skjól
og svannann þinn burtu svifinn.
Þig segirðu hnípa — sem vængbrotinn val,
og veröldin Iíkist nú táradal*,
og braut þín sé blóði drifin.
En mundu, að lífið er leikur og tafl,
í leiknum þeim reynir hver sitt afl.
Oft er þar unnið og tapað.
Þar orsakir spinna í örlagavef,
þar engillinn verður að slægum ref,
er stjörnurnar hafa hrapað.
Menn vinna’ ekki alt af, en verða mát,
og vonbrigðin hyggja að sefa með grát,
tára- og raunafölum. — —
En hví ekki’ að brosa að brimsins gnú,
berjast og þreyta taflið á ný,
og kvarta ei undan kvölum!
Lífið er barátta’ um brimsollin höf,
menn berast geist frá vöggu að gröf,
í Ieit að hamingju löndum.
Hamingjan leynist í eðli manns insf,
og aðeins þar eða hvergi finst,
en ekki á ókunnum ströndum.
Hjortur Kristmundsson.