Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 88
68
ÓKRÝNDUR KONUNGUR
eimreið>n
Sjálfstæðisbaráttu íslendinga lét Björnson einnig til sín taka
og studdi einarðlega málstað jóns Sigurðssonar gagnvart
dönsku ríkisvaldi á Islandi; en þar lá að baki hugmyndin u01
samband íslands og Noregs, sem hann hugði báðum þjóðun-
um heillavænlegast. Hann dáði >feðurna frægu* og bókmenta-
störf fslendinga að fornu, sem hann áleit að hefði átt raetur
í sambandinu við Noreg, en efaði hæfileika íslendinga í nu-
tíð til sjálfstjórnar og afreka slíkra, sem fyr höfðu þeir unnið-
Hann kom aldrei til íslands, svo víðförull sem hann var,
þess vegna voru kynni hans af högum Islendinga Iituð af
dönsku og norsku almenningsáliti, en ef til vill þó mest af
kenningum fornvinar hansog næsta granna, Christofers Janson,
sem eftir yfirborðskynnum af íslendingum mat menningu þeirra
kotungslega og dró dár að henni.1) — Björnson sá réttileSa>
að útlent vald hafði lamað íslenzku þjóðina menningarlega oð
efnalega, en hugði viðreisn hennar vísasta í skjóli móður-
þjóðarinnar norsku. í þessu efni greindi hann á við Jón SiS'
urðsson og flesta íslendinga samtíðar hans og síðan.
Þótt Björnson væri gleðimaöur og mannblendinn, þá batt
hann aldrei til lengdar skóþvengi sína í fjölmenni bæjanna.
Þar var of þröngt um hans víðfeðmu hugmyndir og frjáls-
ræðið of takmarkað. Oðalið varð hann að eiga í sveit oð
ráða því sjálfur. I sveitinni sá hann fjöregg þjóðarinnar,
ííðast sótti hann fyrirmyndirnar fegurstu þangað í skáldritum
sínum. Oðalið prýðilega með mannvirkjum öllum, bygginSurI1’
ökrum, skógum og skrauti, var eins og smámynd af konunSs'
ríki, þaðan sem farið var í víking með einstakri sigursaeld
um nágrenni og fjarlæg lönd, og barist í ræðu og riti fyrir
réttlæti og mannúðarmálum, en eigi til fjár og landa. Sóknin
djarflega og markvissa í þeim efnum færði Björnson hetju-
nafnið. Hitt var eigi síður að ágætum haft, hve sigursæll hann
var í sambandsdeilu Norðmanna við Svía, þar sem hann ætíð
1) Janson var í sendinefnd þeirri, er af hálfu Norðmanna heimsóth
ísland á þjóðhátíðinni 1874. Gáfu tveir nefndarmanna út ferðasögur ef,ir
heimkomuna, þeir Janson og Gustav Storm. Má segja, að þær séu
ólíkar sem c^agur og nótt. Storm sá björtu hliðina á öllu og lýsti Ian ,
og þjóð af velvild og skilningi á þjóðarhögum og ástæðum. Janson s*
misfellurnar og skopaðist að því, sem fyrir augu bar.