Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 60
40
SVONA VAR SÆMUNDUR
EIMREIÐH'í
af hinum dýrmæla matmálstíma. Þegar við byrjuðum á þvott-
inum gekk Sæmundur eitthvað frá, en kom svo aftur í þyl
bili, er við gengum inn í skálann. Hugðist hann nú fylsi3
okkur eftir. Nokkrir ungir menn, er stóðu nálægt dyrunum,
hlupu þá til og vörðu honum inngöngu. Rukum við nú á
fætur, vökufélagarnir, sem vorum nýseztir, því að við héldum
að verið væri að gera aðsúg að Sæmundi, en slíkt vildum við
ekki þola. Þeir einu, sem höfðu einkarétt til að erta Sæmund,
vorum við sjálfir. Það vantaði bara að menn, sem ekki voru
í okkar flokki, færu að hafa hann að skotspæni! En þegar við
komum fram að dyrunum og sáum, hvernig málið horfði viS,
hvarf okkur allur bardagahugur og við studdum þær tillögur, aS
Sæmundur mætti alls ekki inn ganga, áður en hann hefði skol-
að af sér mestu óhreinindin. Gekk okkur auðvitað eigingirm
til, því að við áttum eftir að borða og jafnvel okkur myndi hafa
förlast matarlystin, ef hann hefði komið inn svona til reika-
Datt nú einhverjum það snjallræði í hug að stinga upp á
því, að Sæmundur fengi mat sinn réttan út um glugganm
Þetta var vel hægt, því að matskálinn var ekki annað en
lágur skúr, en veður hið blíðasta. Sæmundi sjálfum fanst þetta
heillaráð, mun betra en að fara að dunda við að þvo sér.
Stóð hann fyrir utan, hafði gluggakistuna fyrir borð, át mat
sinn og masaði ósköpin öll á meðan. Hvatti hann okkur til
að taka upp þann sið að borða úti, þegar gott væri veður,
því að þetta væri miklu skynsamlegra en að eyða hálfum
matmálstímanum í að þvo sér, þegar maður færi í sama skít-
inn undir eins aftur.
III.
Við áttum vöku frá kl. tólf á miðnætti til kl. sex að morgni-
Þetta var seint í ágústmánuði. Nóttin var svöl og heiðskír.
Stjörnur blikuðu á himni, en rafljós í þrónni. Daufar norður-
Ijósaslæður ófust um fjallstind einn í fjarska, en niðri í þrónni
flæktust dökkir skuggar hver fyrir öðrum, á bak við síldar-
hrúgurnar.
Okkur verkamönnunum leið prýðilega vel þarna niðri —
þessa stundina. Það var alveg mátulega svalt til að vinna.
Við höfðum vel undan að aka síldinni í lyftivélina, og hvíld-