Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 80
60
MÓÐURBRJÓST
EIMREIÐIt*
háls henni og segir: »Þú átt að koma heim. Mamma ætlar
að gefa þér kaffi og pönnukökur*.
Helga þegir og horfir á litiu stúlkuna. Þær horfast í augu-
»Ég sé mig í augunum á þér«, segir mærin. »Er það af þv^
að þú ert frænka mín?«
Helga brosir. »Hefurðu aldrei séð þig í augunum á öðrunt
fyrri ?«
»Jú, pabba og mömmu. En þau eru líka skyld mér. Er
það ekki?
»Jú, Hklega. — Koma hér ekki stundum gestir?*
»Jú, stundum. Haraldur frændi kemur hér stundum. En
hann horfir aldrei á mig*.
»Hvað heitir þú, litla stúlka?«
»Ég heiti Sólrún; en er kölluð Didda*.
»Hví ertu kölluð Didda?«
»Haraldur bróðir kallaði mig Diddu, þegar hann var HtilE
Hann ætlaði að segja systir. En svo varð það Didda*.
»En pabbi þinn og mamma? Kalla þau þig líka Diddu?*
»Pabbi kallar mig stundum Sumarsól*.
»Er pabbi þinn góður við þig?«
»Já, fjarska góður*.
»En mamma þín?«
»Ja-á. En hún slær mig stundum, þegar ég óþægðast*.
»Ertu óþæg stundum?*
Litla stúlkan verður niðurlút. Skotrar svo hornauga til HelSu
og segir: »Stundum. Þegar illa liggur á mér«.
»Hefurðu ekki eitthvað til að leika þér að?«
Litla stúlkan lifnar við og segir: »Jú, ég á margar brúður-
En á sumrin leikum við okkur mest úti. Við eigum hús oS
horn, sem við höfum fyrir kindur. Og svo líka leggi, sem við
höfum fyrir hesta*.
»En eigið þið engar kýr?«
»Jú, við eigum skeljar, sem við höfum fyrir kýr. Þær eru
utan frá sjó«.
Helga stendur á fætur, og þær ganga heim á leið.
»Leiddu mig«, segir litla stúlkan. »Það gerir pabbi*.
Þær leiðast og þegja um stund. Svo segir Helga: »Hver
gefur þér brúðurnar þínar?«