Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 106
86
Á DÆLAMÝRUM
EIMREIÐlN
of djúpt. Það hafði hann lært af Sæbyggja einum á Kongs-
bergsmarkaði eitt haustið. — Þeir plaga það svo þar syði-3'
hef ég heyrt.
Kobbi lá lengi af blóðmissi og sárum. Og frá þeim tíma
sat hann um ívar nótt og dag. Stúlkuna mistu þeir báðir-
Hún giftist þeim þriðja, hrossaprangara úr Hallingdal, og flutt*
þangað. En Kobbi og ívar gerðust báðir veiðimenn hérna a
fjöllunum. Þeir voru sífelt á ferli bæði vetur og sumar, skutu
bæði leynt og ljóst og hlýddu hvorki guðs né manna lögum-
Þarna lenti þeim saman á ný, því landamærin milli Slíðra oS
Etnadals liggja hérna skamt fyrir norðan, eins og þið vitið-
Kobbi hafði gert ívari orð, að kæmi hann inn yfir sín landa-
mæri, yrði hann að gæta sín vel. En ívar sendi þau boð
aftur, að hann mundi fara sinna ferða, hvað sem hver segði-
Það var fullur fjandskapur á milli þeirra. Þeir gerðu hver
öðrum alla þá bölvun, sem hugsast gat. Þeir skutu elg °3
stórfugl hvor fyrir öðrum. Þeir stálu úr rjúpnasnörunum hvor
hjá öðrum. Og þegar annarhvor þeirra kom á farið eftir bjöm
eða elg, sem hann hafði setið um dögum saman, þá var hinu
kominn á undan honum og hafði felt dýrið. — ]á, svona léku
þeir árum saman og voru orðnir hálfgerðir útilegumenn
báðir tveir.
Svo var það að lokum veturinn þann sem slagbjörninn
mikli lá undir Skarðshömrum og gerði mestan uslann, baeði
á Reyniseljum og í Smjörhlíðum, að ívar hafði strengt þess
heit að leggja þann biörn að velli. En þetta var í Slíðra-
landi, og taldi Kobbi sér réttinn til bjarnarins. Þá var þa^’
að hann lagði sig hér fyrir í kofanum og beið ívars í þriar
nætur, því hann bjóst við, að Ivar mundi gista hér á leiðinm-
Og það rættist. Fjórðu nóttina, um miðnæturskeið, kom Iuar
og fór ekki lengra. Kobbi sneri honum á heimleið, eins oS
þið heyrðuð áðan. — Já, ojæja. Svona hefur það gengið fyrir
sér hérna nóttina þác, mælti Höski gamli og rétti úr ser.
Hann hafði setið álútur og starað inn í eldinn, meðan hann
sagði söguna, og var eins og hann læsi hana í eldslogunum-
»En hvernig komst þetta upp?< spurði ég.
»Það komst nú eiginlega aldrei upp«, svaraði Höski gamh.
»En þegar Ivar hvarf og fanst hvergi, þrátt fyrir mikla oS