Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 64
44
SVONA VAR SÆMUNDUR
EIMREIÐl^
fínasta mjölið úr þurkaranum. Oft, þegar kviknaði í og við vor-
um kallaðir inn, hafði ég og ýmsir aðrir orðið að fara þangað
inn. Þótti öllum það ilt verk, því að inni í klefanum óð maður
sjóðandi heitt mjöl í miðja leggi og varð að standa hálf'
boginn við að moka því fram eftir gólfinu og út um nokkurs-
konar dyr með hlera fyrir, þannig að þaðan sem hann
opnaðist var á að gizka einn og hálfur metri niður a
gólfið í sjálfri verksmiðjunni. Má nærri geta hversu þaegileS*
það hefur verið fyrir okkur, sem komum utan úr kuldanum*
stundum holdvotir, að fara inn í þennan ofsahita. Það var
því ekki alveg út í bláinn, að við skírðum klefann þessu nafm-
Þar við bættist svo, að þegar svona stóð á, mátti ekki opna
hurðina, nema með stakri varúð, því að loftþrýstingurinn inni
fyrir var svo mikill, að hann gusaði út eldi, reyk og sjóðandi
mjöli, þegar opnað var. Venjulega vorum við, hinir yngrl
þrælar úr þrónni, settir í að hreinsa þennan klefa, en hinn-
eldri voru látnir fara upp á loft, eitthvað að hjálpa til þar.
En nú stóðum við þarna og biðum eftir yfirmanninum, Þvt
að ekkert vissum við, hvað honum þóknaðist að láta okkur
gera. Okkur stóð auðvitað á sama, hvort hann kæmi nokkurn
tíma eða aldrei. En Sæmundi stóð ekki á sama.
— Þetta dugar ekki, piltar, sagði hann, — við verðum a^
fara að gera eitthvað. Hvað haldið þið að yfirmaðurinn segi>
þegar hann kemur og sér okkur svona iðjulausa?
— Honum er þá nær að koma og segja okkur hvað
eigum að gera, svöruðum við.
— Við verðum eitthvað að gera, endurtók Sæmundur þrá*
kelknislega og góndi í kringum sig.
Alt í einu kom hann auga á hurðina fyrir »svefnklefa
Satans*. Sæmundur hafði aldrei komið í þann samastað. Hann
hafði alt af verið tekinn upp á loft, er þannig stóð á. Nú ra^
hann augun í orðið, sem Norðmennirnir höfðu skrifað á hurð-
ina með krít: — » F a r e! «
Sæmundur stafaði sig nú fram úr orðinu, en með því a^
hann var enginn málamaður, skildi hann það öðruvísi en til
var ætlast.
— Hér eigum við að fara inn, piltar, sagði hann með sín-
um vanalega asa og fljótfærni. Og áður en við fengum ráð-