Eimreiðin - 01.01.1934, Page 62
42
SVONA VAR SÆMUNDUR
eimreidin
— Nei, svaraði hann og stóð á fætur. Síðan tók hann upp
vasaklút og þurkaði sér um munninn. Það var merki þess,
að hann ætlaði að fá sér væna tuggu.
— Hvað var það þá, sem á gekk?
— Andskota þá ögnina að ég veit, anzaði Sæmundur
mæðulega og þurkaði af sér svitann á treyjuerminni. — Eg
held bara, að það hafi verið einhver skollinn fyrir hjólinu.
— Það er trúlegast, svaraði ég.
Hann tíndi síðan síldirnar upp í hjólbörurnar og ók þeim
að lyftivélinni. A meðan fjarlægði ég spýturnar.
— Klukkan er þrjú, sagði nú einhver, — það er bezt að
fara að fá sér kaffi. Kaffi stóð alt af sjóðandi heitt á elda-
vélinni í matskálanum, nótt og dag. Þegar vel stóð á, eins
og nú, gátum við skroppið inn eftir kaffi, tveir og tveir saman.
Hinir fjórir urðu auðvitað að skerpa sig á meðan.
— Halló, Sæmundur, komdu með í kaffi! kallaði ég.
Svo fórum við inn í skálann, tókum leirkönnurnar, sem við
drukkum úr og fyltum þær af þessum kolsvarta guðadrykk,
sem jafnvel templarar sjá í friði. Ég náði mér í kringlur og
muldi þær út í kaffið. — Ætlarðu ekki að fá þér neitt með?
spurði ég Sæmund, sem var að róta til í kofforti sínu.
O, jú, ég er að hugsa um að eta þessar hérna! Hann dró
íslenzkar hveitikökur upp úr koffortinu.
— Hvar náðirðu í þetta? spurði ég. Hveitikökur eru dá-
samlegar til átu. Það kom vatn fram í munninn á mér, þegar
«g sá þær, og ekki minkaði ílöngunin, þegar Sæmundur dró
upp töflu af íslenzku smjöri, til að smyrja þær með.
— Ég fékk þetta sent að heiman á sunnudaginn var, svar-
aði hann.
Þegar hann hafði smurt þrjár kökur, tók hann þá fyrstu og
vafði hana saman eins og gert er við pönnukökur. Hélt hann
henni svo í hnefa sér og beit af endanum við hvern munn-
sopa, sem hann drakk úr könnunni. En með því að hann
hafði ekki þvegið sér um hendurnar, þá vall síldargrúturinn
út um greiparnar á honum og blandaðist smjörinu, sem kreist-
ist út úr köku-sívalningnum, þegar hann beit í.
— Viltu ekki köku? sagði Sæmundur og rétti mér eina
af þeim, sem hann var búinn að smyrja.