Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 24
4
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðin
að í blöðum og á mannfundum. Sífeldar pólitískar róstur lama
framkvæmdir og samvinnu. Útgjöldin til hers og flota eru
stórum aukin, þrátt fyrir kreppu og bág kjör almennings.
Þannig leggur flotamálaráð Bandaríkjanna það til í lok ársins
1933, að þjóðin láti byggja 102 ný herskip á næstu fimm
árum, fyrir svo sem 500 miljónir dollara. Og svona má lengi
halda áfram.
* *
*
Um bókmentir nútímans segir Wells, að þar skifti í tvö
horn, annaðhvort einkenni þær óheilbrigð, afvegaleidd bjart-
sýni eða vonlaus svartsýni og örvænting. Ósæmi-
bókmenta ^es '^vitni °S grófgerð kaldhæðni hefur rutt
vorra tíma. s^r rnms ' bókmentum og listum. Eftir ófrið-
inn 1914—’18 er uppi í bókmentunum öfgafull,
sjúkleg stefna í kynferðismálum. Þetta stendur að nokkru leyti
í sambandi við þá truflun, sem komin er á lifnaðarhætti fólks-
ins. Með hátíðleik og merkissvip senda rithöfundar frá sér
bækur, grómteknar af klámi, verja jafnvel kynvillu, velta sér
í klúryrðum og andlegum subbuskap, sem hefur náttúrlega
sín áhrif á fólkið, því eins og alt af bera rithöfundarnir ekki
hvað minsta ábyrgðina á því, hvernig sú kynslóð er innrætt,
sem þeir lifa með. I augum tuttugustu og fyrstu aldar manna
eru bókmentir þessar fjarri því að vera skemtilegar eða æs-
andi — og því síður vekja þær undrun. Þær þykja nauða-
leiðinlegar, hlægilega frekjufullar og með afbrigðum heimsku-
legar. Þýzki rithöfundurinn Jakob Wassermann ræðir þetta
sama efni, um einkenni bókmenta vorra tíma, í grein sem
birtist eftir hann í janúarhefti tímaritsins „Fortnightly Revieu>“
í ár. Hann bendir á að stjórnmálin, flokksofstækið, einkum hjá
Marxistum, hafi unnið bókmentum nútímans geysilegt tjón.
Eftir ófriðinn formyrkvaðist listin. Hljómlistin var nærri orðin
að lagleysu, málaralistin að óskiljanlegu klessuverki, skáld-
sagan að graut. Og hann þráir endurvakningu í bókmentunum,
Iíkt og varð um alla Norðurálfuna með Norðurlanda-höfund-
unum frægu, Ibsen, Strindberg og Björnson, og með rúss-
neska höfundinum Tolstoj. Um Tolstoj segir hann á einum
stað í greininni: Eg man enn þá ólgu, sem Kreutzer-sónata
Tolstojs vakti. Það var bók, sem fékk blóðið til að stíga