Eimreiðin - 01.01.1934, Blaðsíða 40
20
Á TÍMAMÓTUM
eimreiðin
nafninu ræður fólkið, en í raun og veru einn maður eða
örfáir.
Englendingar segja að þjóðin sé frjáls á kjördaginn en
ófrjáls hinn límann. Þetla er ofmælt. Á kjördaginn er hún
bundin við listana og stjórnmálaflokkana.
. . Við kosningarnar láta ekki Reykvíkingar sitja
kapp^e/kurf v’^ or^‘n tom- ^eir te^ia eMi eftir sér að
skrifa þau líka og prenta, þó prentun sé dýr
hér. Vikuna fyrir kosningu hleypur sá ofvöxtur í blöðin, að
fæstir komast yfir að lesa það alt. Það líður varla sá dagur,
að ekki komi fleiri blöð og 2—3 eintök af sumum, hvort
sem þau eru keypt eða ekki. En innihaldið er mest alt á
einn veg: alt um kosningarnar, lof um einn stjórnmálaflokk-
inn og last um alla aðra. Og þó er ýms fróðleikur í þessu
um bæjarmálin, skýrslur og skýringamyndir, sem væntanlega
eru nærri réttu lagi. Þó veit ég ógjörla hvort þessi fróðleikur
kemur mörgum að gagni, því það er gömul reynzla, að fyndni
og hrópyrði, fullyrðingar og stór loforð, kjósendaskjall og
skammir um andstæðinga vega meira hjá öllum fjöldanum en
allar röksemdir. En hvernig sem þessu er farið, þá hefur
þetta blaðafok þau áhrif, að eftir fáa daga talar allur bærinn
um kosningarnar og ýmislegt sem blöðin hafa flutt: að Her-
mann lögreglustjóri hafi skotið æðarkollu, að ]. ]. eigi að
verða borgarstjóri, að sósíalistar ætli að kaupa 10 togara og
láta bæinn borga reksturshallann o. s. frv. Athygli fjölda
manna er nú vakin og áhugi fyrir kosningunum, svo blöðin
hafa ekki unnið fyrir gýg. Svo bætast við úivarpsræðurnar,
bréf til allra kjósenda, og bílar þjóta um alt á kjördaginn,
iil þess að flytja kjósendur á kjörstað. Komi þeir ekki sjálf-
krafa er símað eftir þeim, eða þeim er blátt áfram smalað
eins og fjallafé í göngunum. Og alt er þetta ókeypis, kostar
ekki jneitt!
Fyrir kosningarnar heyrðist Iítið talað um bæjarmál, það
var bæjarstjórnarinnar að sjá fyrir þeim. En eftir því sem
leið á kosningavímuna urðu þau algengara umtalsefni, en
mest var þó um það rætt hverjir myndu sigra, og þóttust
allir »vissir vera*. Hér var kappleikur á ferðum og slíkt
gengur ekki æsingarlaust. Kjördagskvöldið voru margir svo