Eimreiðin - 01.04.1934, Blaðsíða 120
216
Á DÆLAMÝRUM
EIMREIf'10
setunnar boðið. Spentu á þig skíðin! Við verðum að hafa
hraðan á, ef við eigum að ná Stöðlatjörn fyrir svarta myrkur-
Og þú ert vonandi ekki þreyttari en ég, sem hef »krussað*
allar brekkurnar! Ég vil ekki liggja hér og láta slá að mer
eftir hlaupin!*
Hún spratt upp eins og stálfjöður og hristi af sér snjóm11*
»Þú kemur þó inn, stelpa, og drekkur kaffibolla með okk'
ur<, segir Höski gamli.
»Nei, þakka þér fyrir, ekki núna!«
»Skárri er það nú asinn á þér! Þú þorir þó vænt’ ég a^
koma inn til okkar allra, úr því að þú áræðir að fara eiU'
sömul með karlmanni til gistingar í StöðIa-kofa«. Höski gaIT11
glotti góðlátlega og gaf mér hornauga.
»Þori!« — Svallaug blés fyrirlitlega. »Heldurðu, að ég se
smeyk við nokkurn ykkar? Ég held nú ekki! Og allra s|Z
við hann Sveinsson. Honum treysti ég betur en bæði þer
og ykkur öllum hinum. Hann er góður kunningi minn °S
alveg laus við alt þetta kvennaflangs, skal ég segja Þer’
Höski gamli!« Hún hlær. — »Og eins og það sé ekki aWeS
sama, hvort kunningi manns er piltur eða stúlka!*
»Hm!« segir Höski gamli og glottir.
»En ég má ekki vera að bíða í kvöld. Á morgun, þeSar
við komum aftur, skal ég koma inn og drekka þig un^‘r
borðið í svörtu kaffi, Höski gamli. Vertu alveg viss!«
Svallaug hlær ertnislega og dustar af sér snjóinn n,e
hendinni. —
Ég gekk inn og tók skíðin mín, athugaði vel böndin °S
smurði skíðin með skara-áburði. Svo spentum við á okkur
skíðin og brunuðum af stað norður yfir tjörnina. —
Engin hreyfing er mýkri og yndislegri heldur en skíðskr'
á örþunnri sólskel eftir sléttlendi! Hvert skref er flug SeSn
um fjalltært loft yfir snæbláar víðáttur. —
Ég verð að hafa mig allan við til að fylgja Svallaugu eft|r-
Hún er snillingur á skíðum eins og ungt fólk flest hér efra
í fjalladölunum. Það er hrein unun að sjá hana bruna V 1
fannhvíta sléttuna. Það sézt varla, að hún hreyfi faeturna'
Aðeins mjúk, vaggandi hreyfing í mjöðmunum eigi óáþekk þvl’
er maður stendur kyr á skautum og vindur sig áfram.