Eimreiðin - 01.04.1934, Blaðsíða 144
240
RITSJA
EIMREI£>In
framhaldslífiö sé á hnetti eða hnöttum í geimnum (sbr. bls. 85, 99, 1 ’
138 o. v.). En um hlutlægar sannanir er engar að ræða í bréfum Pes
um, og bókmentalegt gildi þeirra er harla lítið. Verður hver og einn, se
les, að gera það upp við sjálfan sig, hvort bréfin muni vera þaðan, se
þau eru sögð vera. Eg geri ráð fyrir, að um það verði mjög sk'.
skoðanir. Alt andvirði bókarinnar gengur til heilsuhælanna í Kristnesi
á Vífilsstöðum. Sv.
ISLANDICA, Vol. XXIII. Old Icelandic Literature. (A BibIiograph‘eel
Essay) by Halldór Hermansson, Ithaca, New York 1933 (Cornell Vn
versity Press). Verð $ 1.00. — Tuttugasta og þriðja bindi ársritsins
landica er helgað bókfræði íslenzkra fornrita í heild og gefin nákvæm
ítarleg skýrsla um útgáfur þeirra á íslenzku og svo útgáfur og þíP’JV’i
þeirra erlendis, fyrst í Danmörku, þá Norvegi, Svíþjóð, Þýzkalandii n
landi, Bretlandi, Bandaríkjunum, rómönskum og slafneskum löndum, VnS
verjalandi og Finnlandi. Kafli þessi nær yfir meir en þrjá fimtu n
ritsins og hefur að geyma mikinn fróðleik. Er þar fyrst og fremst tr
sögn um hin ýmsu útgáfufyrirtæki fyr og nú, hér og erlendis, sem. nj5.
verið stofnuð með það fyrir augum að koma fyrir almenningssjonir
lenzkum fornritum, og minnist höf. meðal annars Hins íslenzka f°rnt.1 ^x.
félags (bls. 6) vel og lofsamlega, einnig hinnar merkilegu starfsemi
Einars Munksgaard í Kaupmannahöfn, sem hefur tekið sér fyrir »en gn
að koma út ljósmynduðum eftirprentúnum helztu íslenzkra handrit3' j
starfsemi þessa hóf hann árið 1930 með því að gefa út fyrsta bindi ^
Corpus Codicum Islandicorum Medii Ævi, eða Flateyjarbók, til minnins
um 1000 ára afmæli Alþingis. í næsta kafla gerir Halldór HermannsS
tilraun til að sýna hvaða íslenzkt fornrit hefur náð mestri útbreiðslu
vinsældum. Af Sæmundar-Eddu eru til um tuttugu og fimm heildar-ruts
og átta brot og um sextíu þýðingar, heilar eða brot. Af íslendingas°4
um er Gunnlaugs saga til í tuttugu og einni útgáfu og um fjörutíu P> <
ingum, o. s. frv. Er kafli þessi hinn fróölegasti og gefur góða huSm u]11
um þá miklu bókfræðilegu þekkingu, sem höf. býr yfir. Þá er kafj1
prentun og myndir og loks eftirmáli. Þessi eftirmáli ber það með ser’ ^
höf. telur það ekki hlutverk sitt eingöngu að segja frá, heldur einmS ^
gagnrýna, leiðbeina og leggja tillögur fyrir lesendur sína. Hið fVre» et
þessu þrennu kemur strax fram í fyrsta kafla ritsins, þar sem Setl jt5.
starfs og reksturs Norræna fornritafélagsins (Det nordiske Oldskr1 ,
Selskab) eftir daga C. C. Rafns, svo og hnupltilhneiginga frænda vor ^
Noregi, með sín Gamalnorske bokverk og annað slíkt. í eftirmálanum.^
farið nánar út í þessi atriði. Norðmenn hafa ekki verið einir um aö 1 j
rugla hugmyndir manna um forníslenzkar bókmentir. Svíar hafa "aeja
þær forn-sænskar, Danir fornnorrænar og Norðmenn forn-norskar
gamal-norskar. „Forn-íslenzkar voru þær sjaldan nefndar og þá veniu ^
í hálfum hljóðum", segir höf. réttilega. Útgáfufélögin hafa átt sína se
ruglingnum og ófullkomnum árangri. Starfsmenn þeirra hefur skort sK k.g
lagsgáfu, skilning á kröfum lesendanna, og útgáfustarfseminni oft
hagað fremur eftir kreddum málfræðigrúskaranna en þörfum fólksms- ^
gagnrýnir starfsemi Arna Magnússonar-stofnunarinnar í Kaupmanna
'og kemur með ákveðnar tillögur um breytingar á henni. Og hann f _
máli sínu með áskorun til íslendinga um að hefjast nú handa áður en
samgöngur, útvarp, kvikmyndir og aðrar nýjungar umturna tungu v .^j
hugsunum og venjum, að láta vinna að og koma út sem fyrst fullKO a
orðabók yfir íslenzkuna. Tillögur höf. eru mjög athyglisverðar, og P
vegna ekki sízt er full ástæða fyrir sem flesta íslendinga, sem e^
. lesa, að afla sér þessarar bókar. Sv■