Eimreiðin - 01.04.1934, Blaðsíða 130
226
Á DÆLAMÝRUM
EIMREIP'14
sem eflaust geymir svo margar dýrmætustu gleðistundir henn
ar. — Grætur hún sitt unga líf og dýrlegu daga hérna,
einmitt hérna? Eða hefur nákuldi dauðaóttans læst sig inn
sál hennar, yfirvitund — eða hvað? . . .
Nóttin er hljóð á ný. Kyrðin átakanleg. Svallaug sefur v#r'
Eldurinn er að hjaðna. Klukkan er eitt. Miðnæturstundin er
liðin hjá. —
Það fer um mig skjálfti. Ég legg ríflega á eldinn. Tek sv°
samfellurúmið og teygi úr því og bý um mig. Svo opna e^
útihurðina gætilega og geng út á dyrahelluna.
Heiður himinn. Tindrandi stjörnur. Hvítt land. HáfjallakYr
í víðu veldi. Bítandi kalt, en loftið tært og lygnt. Nóttm
nið-
dimm og hljóð. Sál mín teygar alla tilveruna eins og dau
þyrstur maður svaladrykk. Hvílík nótt! Hvílík dýrð!
Svona nætur byggir sálin sér brú milli himins og jarðar.
Erum við ekki öll droparnir, sem drupu forðum frá finSr
um Guðs, og teygjum okkur til ljóssins í titrandi þrá, eins °S
Obstfelder segir einhversstaðar svo fallega. —
Ég geng hægt og gætilega inn aftur og hátta. SvallauS
sefur vært og rótt. Andardráttur hennar fyllir kofann friöi-
Guð blessi hana! . . .
Ég hef eflaust sofnað strax. Bleik vetrarsól skín inn urn
gluggann, þegar ég vakna — við eitthvað. Hlerinn var opinn'
Jú, það er Svallaug með morgunkaffið.
»Heyrðu, drengur! Vaknaðu nú almennilega. Það er sólskin
yfir öllum ásum, og hérinn danzar úti á kofatúninu!« seS’r
hún hlæjandi. »Ég er búin að bera sólskinið inn til þin
svuntu minni, eins og kerlingin forðum! — Þú hefur V1
annars sofnað seint í nótt«.
»0-jæja. Ég sat nokkra stund fram eftir og hlustað1
draumana þína*.
>Hlustadirðu á draumana mína!« segir hún forviða.
Alt í einu bregður skugga á andlit hennar. >Guð minn S°ú
ur! Nú man ég það! Mig dreymdi svo sorglega. Það vnr
um — Bertu! — Ég er svo — hrædd um hana«, segir hun
hikandi. , ,
»Já, ég veit það. Ég heyrði drauminn þinn. Þú Sre
líka«.