Eimreiðin - 01.04.1934, Síða 122
218
Á DÆLAMÝRUM
EIMRElÐlf*
»En hvað þú segir þetta skringilega — og fallega«, seS'r
Svallaug alvarlega. »Ég skil þig víst ekki alveg, en ég
að orð þín eru djúp af sannleik. Við dalabörnin erum ^lS
ekki eins mentuð og gáfuð eins og þið, sem farið um allaj1
heiminn og þekkið alt. En við skiljum náttúruna, af þu' a
við þekkjum hana og elskum. Og mér finst oft og einatt, 3
sá skilningur sé mér lykill að leyndum og ókunnum heimun1'
sem ég skynja að vísu, en þekki þó ekki neitt til hlítar*.
»Þú hefur hárrétt fyrir þér, Svallaug. Það er kvenleður
næmleiki þinn og innsæi, sem er þín sterka hlið. Þið konur
skynjið og skiljið meira með tilfinningunni heldur en nie
skynseminni einni. Þetta er ykkar mikli styrkur og veikleik1-4
»Þakka þér fyrir, Bjarni. Þetta var fallega sagt!«
»En heyrðu nú, Svallaug — hér koma brekkurnar. Þ*
verðum við að »krussa skarpan*! Við megum því ekki verða
of hátíðleg og háfleyg, því þá er ekki að vita, hvar við kom
um niður! — Núna erum við aðeins börn náttúrunnar oð
eigum okkur sjálf, og skíðaslóðin okkar, sem blánar í rökkur
húminu, er okkar eigin örlög, sem við sköpum sjálf og ráðum*-
»]á, sá sem gæti það«, segir Svallaug stillilega. £n sV°
hlær hún alt í einu glaðlega. (
»Hæ, lasm! Nú skulum við reyna okkur upp brekkuna-
Áður en varði var hún komin langt upp í brekkuna á ska
spori. Ég stóð kyr og horfði á eftir henni. Hreyfingar hennar
voru svo mjúkar og fagrar, svo dásamlega samstiltar, að þ$r
vöktu söng í huga mínum. Og ég fór að raula alveg ósjan
rátt með sjálfgerðu lagi:
„Frá geimi lits og ljóss og hljóms
að lífsins kjarna bylgjur falla“.
Svallaug leit við og kallaði hlæjandi:
»Ertu orðinn að nátt-trölli þarna neðra — eða frosinn
snjóinn! Á ég að koma og losa þig?«
»Nei, nei, nú kem ég!« hrópa ég og legg beint í brek
una til hliðar, þar sem ég get beitt oddaspori, og stefni bein
á slakkann framanvert við Svallaugu.
Að vörmu spori erum við komin upp á heiðarbrúnina ofan
vert við efri takmörk barrskógarins. Fram undan liggja bylSlu
myndaðir ásar með gisnum birkiskógi, víðirunnum og einl’