Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1941, Page 23

Eimreiðin - 01.01.1941, Page 23
eimreiðin HAGKERFI OG STJÓRNSKIPULAG 9 "vallar flokkaskiptingum í hinum ýmsu löndum. Samkvæmt þeim hugmyndum, sem almennt eru ríkjandi í þessum efnum, eru aðalátökin í stjómmálabaráttunni, eins og hún er háð í hinum „kapítalistisku" rikjum að minnsta kosti, milli hinna svo kölluðu „hægri“ flokka annars vegar og hinna svo kölluðu „vinstri“ flokka hins vegar. Hægri flokkarnir eru oft öðru nafni kallaðir íhaldsflokkar, eða af andstæðingunum aftur- haldsflokkar, en vinstri flokkarnir eru oft nefndir róttækir eða frjálslyndir. 1 hverju er svo stefnumunur hinna andstæðu stjórnmálaflokka fólginn? Samkvæmt þeim hugmyndum, sem ahnennastar eru í þessum efnum, eru það einkum tvær hugsjónir, sem hinir svo kölluðu „vinstri" flokkar berjast fyrir, annars vegar lýðræðishugsjónin, en hins vegar kjara- bætur hinna efnaminni stétta þjóðfélagsins. Leið sú, sem bent er á til þess að koma þessum kjarabótum í framkvæmd, er venjulega meira eða minna róttækar breytingar á hinu kapí- talistiska hagkerfi, sem kleift geri að koma jafnari skiptingu þjóðarteknanna á. Iíinir „róttækustu og frjálslyndustu“ stjórn- málaflokkar, en svo eru kommúnistar og sósíalistar jafnan nefndir, vilja jafnvel ganga svo langt að afnema alveg grund- völl núverandi þjóðskipulags, einkaeignaréttinn á framleiðslu- tækjunum, og koma í þess stað á opinberum rekstri. Á þennan hátt á að fullkomna lýðræðishugsjónina og koma lýðræði á, ekki eingöngu í stjórnmálum, heldur einnig í atvinnu- og fjár- hagsmálum. Forkólfar sósíalista halda því meira að segja fram, að lýðræði í fjárhagsmálum sé óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því, að pólitískt lýðræði geti notið sin, þar eð auðsöfnun ein- staklinga gefi þeim einnig aukin pólitísk áhrif. Aftur á móti er oft litið svo á, að kapitalisminn hljóti í eðli sínu að standa á öndverðum meið við lýðræðið, og kemur þetta heim við þá skoðun, að stjórnmálastefnur þær, sem lengst standi til hægri, séu nazisminn og fasisminn. Þessi skoðun mun mjög útbreidd, ekki eingöngu meðal áhangenda „vinstri“ flokkanna, heldur einnig meðal „hægri“ manna sjálfra. Má skýra hina miklu samúð, sem þýzki nazisminn og ítalski fasisminn áttu að fagna meðal borgarastéttanna, fyrir stríð að minnsta kosti, út frá þessu sjónarmiði. Samkvæmt hinum almennt ríkjandi hugmyndum á stjórnmálabaráttan, þegar öllu er á botninn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.