Eimreiðin - 01.01.1941, Qupperneq 23
eimreiðin
HAGKERFI OG STJÓRNSKIPULAG
9
"vallar flokkaskiptingum í hinum ýmsu löndum. Samkvæmt
þeim hugmyndum, sem almennt eru ríkjandi í þessum efnum,
eru aðalátökin í stjómmálabaráttunni, eins og hún er háð í
hinum „kapítalistisku" rikjum að minnsta kosti, milli hinna
svo kölluðu „hægri“ flokka annars vegar og hinna svo kölluðu
„vinstri“ flokka hins vegar. Hægri flokkarnir eru oft öðru
nafni kallaðir íhaldsflokkar, eða af andstæðingunum aftur-
haldsflokkar, en vinstri flokkarnir eru oft nefndir róttækir
eða frjálslyndir. 1 hverju er svo stefnumunur hinna andstæðu
stjórnmálaflokka fólginn? Samkvæmt þeim hugmyndum,
sem ahnennastar eru í þessum efnum, eru það einkum tvær
hugsjónir, sem hinir svo kölluðu „vinstri" flokkar berjast
fyrir, annars vegar lýðræðishugsjónin, en hins vegar kjara-
bætur hinna efnaminni stétta þjóðfélagsins. Leið sú, sem bent
er á til þess að koma þessum kjarabótum í framkvæmd, er
venjulega meira eða minna róttækar breytingar á hinu kapí-
talistiska hagkerfi, sem kleift geri að koma jafnari skiptingu
þjóðarteknanna á. Iíinir „róttækustu og frjálslyndustu“ stjórn-
málaflokkar, en svo eru kommúnistar og sósíalistar jafnan
nefndir, vilja jafnvel ganga svo langt að afnema alveg grund-
völl núverandi þjóðskipulags, einkaeignaréttinn á framleiðslu-
tækjunum, og koma í þess stað á opinberum rekstri. Á þennan
hátt á að fullkomna lýðræðishugsjónina og koma lýðræði á,
ekki eingöngu í stjórnmálum, heldur einnig í atvinnu- og fjár-
hagsmálum. Forkólfar sósíalista halda því meira að segja fram,
að lýðræði í fjárhagsmálum sé óhjákvæmilegt skilyrði fyrir
því, að pólitískt lýðræði geti notið sin, þar eð auðsöfnun ein-
staklinga gefi þeim einnig aukin pólitísk áhrif. Aftur á móti
er oft litið svo á, að kapitalisminn hljóti í eðli sínu að
standa á öndverðum meið við lýðræðið, og kemur þetta heim
við þá skoðun, að stjórnmálastefnur þær, sem lengst standi
til hægri, séu nazisminn og fasisminn. Þessi skoðun mun mjög
útbreidd, ekki eingöngu meðal áhangenda „vinstri“ flokkanna,
heldur einnig meðal „hægri“ manna sjálfra. Má skýra hina
miklu samúð, sem þýzki nazisminn og ítalski fasisminn áttu
að fagna meðal borgarastéttanna, fyrir stríð að minnsta kosti,
út frá þessu sjónarmiði. Samkvæmt hinum almennt ríkjandi
hugmyndum á stjórnmálabaráttan, þegar öllu er á botninn