Eimreiðin - 01.01.1941, Side 25
eimreiðin
HAGKERFI OG STJÓRNSIvIPULAG
11
En sín á milli greinir sósíalista og kommúnista á um leiðir að
takmarki því, er báðir álíta, að beri að keppa að, sósíalism-
anum, þar sem sósíalistar, ef það orð er notað um hægfara
jafnaðarmenn, óska að ná þessu takmarki friðsamlega og á
þingræðisgrundvelli, en kommúnistar telja bvltingu nauðsyn-
lega til þess, að sósíalismanum verði komið á, eins konar ein-
ræði, „alræði öreiganna“, sé nauðsynlegt fyrst i stað, meðan
sósíalisminn sé að festast i sessi.
Ef fasisminn og nazisminn hefðu verið komnir til sög-
unnar um það leyti, er Jón skrifaði grein sína, hefði hann lík-
lega skipað þeim milli hinna „róttæku" borgaraflokka og sósíal-
ista, þar sem þeir vilja láta hið opinbera ganga lengra í af-
skiptum sinum af atvinnu- og viðskiptalífinu en nokkrir borg'-
araflokkar óska eftir, án þess þó að vilja koma á algerðri þjóð-
nýtingu. Sérstöðu hafa nazistar og fasistar aftur á móti að því
leyti, að þeir eru vfirlýstir andstæðingar lýðræðisins.
Jón Þorláksson skipti stjórnmálaflokkunum þannig eftir
skoðunum þeirra á því, hvert hagkerfi þeir álitu heppilegast.
En hvernig er nú afstöðu þessara sörnu flokka varið til stjórn-
skipulagsins eða þeirrar spurningar, hvort heppilegra sé ein-
ræðis- eða lýðræðisfyrirkomulag?
Eins og minnzt var á hér að framan, mun sú skoðun hafa
verið einna útbreiddust hingað til meðal almennings, að því
stjórnlyndari sem flokkarnir væru að því er snertir fyrirkomu-
lag hagkerfisins, því frjálslyndari væru þeir að því er stjórn-
skipulag snertir. Þetta hefur, að segja má, verið steinþegjandi
viðurkennt af öllum. Hinir íhaldssömu borgaraflokkar litu á
sig sem eins konar arftaka aðalsstéttanna gömlu og álitu það
engan veginn sitt hlutverk að berjast i fylkingarbrjósti fyrir
lýðræði og öðrum slíkum mannréttindum. Aftur á móti hafa
allir sósíalistar talið sig öðrum fremur kjörna forystumenn lýð-
ræðisins. Að vísu hefur verið á það bent, að hugmynd komm-
únista um „alræði öreiganna“ væri ósamrýmanleg lýðræðis-
hugsjóninni, en þar til hafa þeir svarað, að bæði sé hér um
bráðabirgðaskipulag að ræða, sem síðar eigi að tryggja full-
komnun lýðræðishugsjónarinnar, og í öðru lagi sé raunveru-
legt lýðræði a. m. k. eins vel tryggt, meðan slikt alræði öreig-
anna standi yfir, og undir núverandi skipulagi.