Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1941, Page 25

Eimreiðin - 01.01.1941, Page 25
eimreiðin HAGKERFI OG STJÓRNSIvIPULAG 11 En sín á milli greinir sósíalista og kommúnista á um leiðir að takmarki því, er báðir álíta, að beri að keppa að, sósíalism- anum, þar sem sósíalistar, ef það orð er notað um hægfara jafnaðarmenn, óska að ná þessu takmarki friðsamlega og á þingræðisgrundvelli, en kommúnistar telja bvltingu nauðsyn- lega til þess, að sósíalismanum verði komið á, eins konar ein- ræði, „alræði öreiganna“, sé nauðsynlegt fyrst i stað, meðan sósíalisminn sé að festast i sessi. Ef fasisminn og nazisminn hefðu verið komnir til sög- unnar um það leyti, er Jón skrifaði grein sína, hefði hann lík- lega skipað þeim milli hinna „róttæku" borgaraflokka og sósíal- ista, þar sem þeir vilja láta hið opinbera ganga lengra í af- skiptum sinum af atvinnu- og viðskiptalífinu en nokkrir borg'- araflokkar óska eftir, án þess þó að vilja koma á algerðri þjóð- nýtingu. Sérstöðu hafa nazistar og fasistar aftur á móti að því leyti, að þeir eru vfirlýstir andstæðingar lýðræðisins. Jón Þorláksson skipti stjórnmálaflokkunum þannig eftir skoðunum þeirra á því, hvert hagkerfi þeir álitu heppilegast. En hvernig er nú afstöðu þessara sörnu flokka varið til stjórn- skipulagsins eða þeirrar spurningar, hvort heppilegra sé ein- ræðis- eða lýðræðisfyrirkomulag? Eins og minnzt var á hér að framan, mun sú skoðun hafa verið einna útbreiddust hingað til meðal almennings, að því stjórnlyndari sem flokkarnir væru að því er snertir fyrirkomu- lag hagkerfisins, því frjálslyndari væru þeir að því er stjórn- skipulag snertir. Þetta hefur, að segja má, verið steinþegjandi viðurkennt af öllum. Hinir íhaldssömu borgaraflokkar litu á sig sem eins konar arftaka aðalsstéttanna gömlu og álitu það engan veginn sitt hlutverk að berjast i fylkingarbrjósti fyrir lýðræði og öðrum slíkum mannréttindum. Aftur á móti hafa allir sósíalistar talið sig öðrum fremur kjörna forystumenn lýð- ræðisins. Að vísu hefur verið á það bent, að hugmynd komm- únista um „alræði öreiganna“ væri ósamrýmanleg lýðræðis- hugsjóninni, en þar til hafa þeir svarað, að bæði sé hér um bráðabirgðaskipulag að ræða, sem síðar eigi að tryggja full- komnun lýðræðishugsjónarinnar, og í öðru lagi sé raunveru- legt lýðræði a. m. k. eins vel tryggt, meðan slikt alræði öreig- anna standi yfir, og undir núverandi skipulagi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.