Eimreiðin - 01.01.1941, Side 38
24
ÍSLAND 1940
EIMREIÐIN
Kaupmannahöfn og hefur legið þar síðan. Eimskipafélagið tók
þá á leigu tvö ensk skip, sem ásamt e/s Brúarfossi hafa siglt til
Bretlands síðan. íslenzku flutningaskipin Katla, Edda og Hekla
hafa annazt flutninga á ýmsum stærri farmvörum og hið ný-
keypta kæliskip Fiskimálanefndar, Aretic, flutt freðfisk til
Bretlands. Við hernám Noregs tepptist þar flutningaskip Kaup-
félags Eyfirðinga, Snæfell, en komst siðan til Sviþjóðar og
liggur þar. Strandferðir hafa m/s Esja og e/s Súðin annazt.
Súðin fór þar að auki tvær ferðir til Bretlands, og Esja fór 20.
sept. til Petsamo i Finnlandi til að sækja hóp íslendinga frá
Norðurlöndum, sem höfðu ekki komizt heim vegna samgöngu-
bannsins. Flugferðum var haldið uppi, eftir að ný sjóflugvél,
„Haförninn“, hafði verið keypt frá Ameriku í stað „Arnarins“,
sem skemmzt hafði. Örninn var þó á miðju sumri aftur kom-
inn í gang sem landflugvél og var notaður til ferða víða um
landið síðari hluta ársins. Fastar áætlunarferðir með bílum
tepptust óvenjulítið vegna þess, hvað jörð var auð lengst af.
Verklegar framkvæmdir. Að vegavinnu var unnið fyrir líkt
fé og áður, og skiptist sú vinna á fjölda vega. Meðal stærstu
nýlagninga var framhald Krísuvikurvegar (fyrir nær 130 000
kr.). Þá var að meslu Iokið við Sogsveg til Þingvalla austan
vatns. Haldið áfram við Vatnsskarðsveg, veginn um Siglu-
fjarðarskarð og Öxnadal og vegurinn um Giljareiti á Öxna-
dalsheiði mikið bættur. — Af veru brezka setuliðsins stafaði
stórlega aukin umferð og vegaslit víða um land, en einkum
þó nærri Reykjavik. Var af þeim ástæðum flýtt malbikun
veganna frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og inn að Elliðaám.
Voru og vegir víða breikkaðir og rétt úr beygjum, m. a. á
Hellisheiði og í Kömbum.
Brúargerðir voru með minnsta móti. Tvær smábrýr voru
endurbyggðar og byrjað á að leggja nýjar brýr yfir Elliða-
árnar í sambandi við réttingu vegarins þar. Þá var Tjarnar-
brúin í Reykjavík endurbyggð lir steinsteypu í fullri breidd
vegarins.
Hafnargerðir og lendingabætur. Bátabryggjur voru gerðar
í Stykkishólmi (45 000 kr.), Grunnavík vestra og Blönduósi
norðan Blöndu. — Á Siglufirði var lokið við hafnargarð, sem
verið hefur í byggingu í 6 ár. Hafa farið til hans samtals um