Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1941, Page 38

Eimreiðin - 01.01.1941, Page 38
24 ÍSLAND 1940 EIMREIÐIN Kaupmannahöfn og hefur legið þar síðan. Eimskipafélagið tók þá á leigu tvö ensk skip, sem ásamt e/s Brúarfossi hafa siglt til Bretlands síðan. íslenzku flutningaskipin Katla, Edda og Hekla hafa annazt flutninga á ýmsum stærri farmvörum og hið ný- keypta kæliskip Fiskimálanefndar, Aretic, flutt freðfisk til Bretlands. Við hernám Noregs tepptist þar flutningaskip Kaup- félags Eyfirðinga, Snæfell, en komst siðan til Sviþjóðar og liggur þar. Strandferðir hafa m/s Esja og e/s Súðin annazt. Súðin fór þar að auki tvær ferðir til Bretlands, og Esja fór 20. sept. til Petsamo i Finnlandi til að sækja hóp íslendinga frá Norðurlöndum, sem höfðu ekki komizt heim vegna samgöngu- bannsins. Flugferðum var haldið uppi, eftir að ný sjóflugvél, „Haförninn“, hafði verið keypt frá Ameriku í stað „Arnarins“, sem skemmzt hafði. Örninn var þó á miðju sumri aftur kom- inn í gang sem landflugvél og var notaður til ferða víða um landið síðari hluta ársins. Fastar áætlunarferðir með bílum tepptust óvenjulítið vegna þess, hvað jörð var auð lengst af. Verklegar framkvæmdir. Að vegavinnu var unnið fyrir líkt fé og áður, og skiptist sú vinna á fjölda vega. Meðal stærstu nýlagninga var framhald Krísuvikurvegar (fyrir nær 130 000 kr.). Þá var að meslu Iokið við Sogsveg til Þingvalla austan vatns. Haldið áfram við Vatnsskarðsveg, veginn um Siglu- fjarðarskarð og Öxnadal og vegurinn um Giljareiti á Öxna- dalsheiði mikið bættur. — Af veru brezka setuliðsins stafaði stórlega aukin umferð og vegaslit víða um land, en einkum þó nærri Reykjavik. Var af þeim ástæðum flýtt malbikun veganna frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og inn að Elliðaám. Voru og vegir víða breikkaðir og rétt úr beygjum, m. a. á Hellisheiði og í Kömbum. Brúargerðir voru með minnsta móti. Tvær smábrýr voru endurbyggðar og byrjað á að leggja nýjar brýr yfir Elliða- árnar í sambandi við réttingu vegarins þar. Þá var Tjarnar- brúin í Reykjavík endurbyggð lir steinsteypu í fullri breidd vegarins. Hafnargerðir og lendingabætur. Bátabryggjur voru gerðar í Stykkishólmi (45 000 kr.), Grunnavík vestra og Blönduósi norðan Blöndu. — Á Siglufirði var lokið við hafnargarð, sem verið hefur í byggingu í 6 ár. Hafa farið til hans samtals um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.