Eimreiðin - 01.01.1941, Side 41
EIMREIÐIN
Fastheldni.
Eftir Gaðmund Friðjónsson.
iVerðlaunasamkeppni Eimreiðarinnar frá fyrra ári lauk svo, eins og
skýrt var frá i siðasta liefti, að 22 sögur og 3 ritgerðir bárust til hennar.
hátttakan i verðlaunasögusamkeppninni varð þvi ágæt, en vegna lítillar
l'átttöku í verðlaunaritgerðasamkeppninni var húu framlengd til 1. febrú-
ar !>• á., og hafa á þeim tíma borizt 4 ritgerðir í viðbót, svo að alls eru þær
' orðnar. Verðiaunin hefur lilotið Guðmundur skáld Friðjónsson á Sandi
fyrir eftirfarandi ritgerð. Hún er hvort tveggja i senn: rituð á )iví kjarn-
goða og orðauðga máli, sem einkennir þenna höfund, og sannur spegill
þeirrar lifsskoðunar og þjóðlegra verðmæta, sem skáldið hefur óslitið
Faldið uppi i nálega öllu, scm það hefur ritað og hirt um ævina,
b*ði i hundnu máli og óbundnu. ■— Ritstj.]
I.
Sumir viðburðir láta lítið yfir sér og frásögnin af þeint slíkt
hið sania, en hafa þó til síns ágætis nokkuð,-ef athygli er beitt
Vlð mat þeirra. Svo er um atburð, sem Heimskringla sagði frá
nýliðnu ári: Gömul hjón þar vestur frá áttu 50 ára hjúskapar-
afntæli, og var gerð gullbrúðkaupsveizla að tilstuðlan nágranna,
svo sem siðvenja er meðal landa vorra þar í álfu. Gullbrúð-
haupshjónin lögðu þar á borð með sér einstakan rétt: ræðu
hálfrar aldar gamla, sem þeim var gefin (eða seld við vægu
verði), þegar þau giftust heima á íslandi. Séra Jón Arason,
hróðurson Matthíasar skálds, gifti hjónin, nývígður þá að
bóroddsstað í Köldukinn. En hjónin áttu heimili að Ljósavatni
eða þar í grennd, og mætti ætla, að Þorgeir goði hafi verið nærri
staddur og lagt til sína blessun, þjóðrækna ósk um, að hjónin
þessi lifðu þannig, að þau tviskipti eigi friðinum sín í milli.
Séra Jakob Jónsson las þarna ræðuna og mun hafa sent
Heimskringlu frásögnina. Hann gaf ræðu séra Jóns þá ein-
hunn, að verið hefði „viturlega hugsuð og vel orðuð“.
Mér þykir þessi frétt merkileg og þess verð að halda henni
a lofti. Nú munu margir menn opna skilningarvitin og segja
upphátt eða í hljóði: Hvað sér maðurinn merkilegt þarna í
hrúðkaupinu? Prestur les gamla ræðu eftir annan klerk. Það
§erði séra Sigvaldi á dögum Manns og konu og varð ekki