Eimreiðin - 01.01.1941, Side 48
34
SÍÐASTI KAPÍTULINN
EIMREIÐIN'
sig, hvers vegna í ósköpunum hann sitji ekki heldur i hominu
hjá honum syni sinum en vera að bjástra við hluti, sem
hann ræður ekki við. Og í slægjunni liggur hundur, svart og
loðið kvikindi, sem rekur upp bofs, þegar honum er sigað á
skepnurnar í túninu. Það er í honum hæsi, og hann nennir
ekki að hlaupa.
— Jæja, segir gamli maðurinn, lofum þeim að naga. Leggðu
þig, Tryggur. Einnig þú gerist gamall.
Þessi gamli bóndamaður hefur ekki verið jafn þreyttur og nú,
þennan fyrsta heyskapardag sumarsins. Ekki einu sinni meðan
hann vann fjórtán tíma samfleytt í einu svitakófi á uppgangs-
árunum. Áður þurfti hann aðeins að velta sér um hrygg
til að reka lúann á ílótta. Nú herjar þreytan á hruman líkama
hans af þvílíkri elju, að hún hopar ekki um fet, þótt hann
hvíli sig á hverjum hálftimafresti. Það er líka eins og'
einhver óskiljanleg kergja sé í ljánum, ýmist borar hann sér
niður í svörðinn og sargar egginni við grjót eða hann sker
stráin of langt frá rótinni eða hann skilur hreinlega eftir
ósnerta geira. Hinn þreytti sláttumaður hvislar nokkrum
armæðuorðum um ónýta sjón niður í innfallinn barminn og
heldur áfram að skera grasið.
Þannig hefur hann staðið ATið orfið sitt siðan á hádegi í
dag. Hinn slegni blettur hefur stækkað, en stækkað hajgt.
Og spörfuglinn flýgur niður í skárann til að leita sér að
ormum.
Að lokum virtist hann þrotinn sínum hinztu kröftum.
—- Þetta er ekki sláttur, segir hann við túnið sitt, ég hætti
þessu goggi, og hættir. Og hann setur sig niður i skárann
hjá máríerlunni og fer að naga strá.
Kannske er ekki rétt að segja, að það sé vonleysi, sem skín
út úr hálfblindum augum hans. Það er svo langt, síðan þau
voru heil og áttu sér vonir. En það er eins og uppgjöf lífsins
í andliti gamals manns sé fullkomin. Og þannig á sig kominn
finnur konan hann, þegar hún kemur út í brekkuna til að
segja honum, að kaffið sé heitt. Hún litur frá áhitri ásjónu
hans yfir hinn slegna blett og skilur allt.
—- Er þér illt, Eyjólfur?
— Ég er nú hættur að gogga í dag.