Eimreiðin - 01.01.1941, Qupperneq 50
36
SÍÐASTI KAPÍTULINN
EIMRGIÐIN
— Já, segir bóndinn, hér hefur alltaf verið holdafé.
— Við hefðum átt að taka fósturbörn, Eyjólfur, segir þá
konan.
— Því segi ég það, segir bóndinn. Þær verða ekki betur
framgengnar hjá honum, ærnar á Grund.
— Þá hefði, kannske, eitthvað orðið öðruvísi, segir konan.
— Þótt vitanlega höfuðin séu fleiri, segir bóndinn.
—• Æi, segir konan, ekki get ég að því gert, einhvern veginn
kann ég ekki við mig á Grund.
— Þau fara, fósturbörnin, sem önnur börn, segir þá bóndinn.
Ivonan: Ég held nú bara, að heilsan sé fullt svo góð hjá
mér og hún var i fyrra.
— Þetta er engin heilsa, segir bóndinn. En hvað Sjóninni
viðvíkur, þá er hún þetta svipuð.
— O, þetta getur nú varla talizt sjón, segir konan.
— Hvað ég vildi mér sagt hafa, segir bóndinn. Það eru
svo sem nóg húsakynnin hjá honum á Grund.
-—• Ojá, segir konan, það rekur sjálfsagt að því.
— Rekur að hverju? spyr bóndinn.
— Ég segi nú bara sísona, anzar konan.
— Það rekur ekki að neinu, kona. Ég hef alltaf kunnað
vel við mig á þessari jörð.
— Jörðinni hefur fylgt guðsblessan, svarar konan.
Þá segir bóndinn: Manstu eftir húsinu heima vestur á
bæjarhólnum? Og eitthvað, sem líkist brosi, færist yfir skeggj-
að andlit hans.
Þögn ...
— Það var hvítt steinhús með rauðu þaki. Og það var
garður sunnan í móti. Þar uxu tré og blóm, og börnin léku
sér í grasinu.
— Sumir byggja hús og flosna upp af jörðinni sinni, segir
þá konan og seilist el'tir kuski, sem loðir við jakkaermi
bóndans.
— Og túnið var slétt og véltækt, og það teygði sig niður
i keldur og út fyrir húsatættur. Það var stórt tún, sjálfsagt
þrjú hundruð hesta tún. Og það var margt fólk við heyskap.
Og hjónin horfðu áhyggjulaus fram til elliáranna. Það var
gott að sitja í hlýjum stofum þessa hvíta húss og hafa skilað