Eimreiðin - 01.01.1941, Side 55
eimreiðin NÝFUNDNALAND OG FJÁRHAGSHRUN ÞESS
41
eitthvað talsvert af því fólki mundi staðfestast hjá þeim. En
svo varð ekki. Aðalkeppikefli útflytjenda var að komast til
hveitilandanna, þar sem landbúnaðarskilyrðin væru bezt, en
Þar næst til stórbæjanna, þar sem atvinna væri óþrjótandi.
^fland var ekki samkeppnisfært. Hveiti þroskast ekki eða
^Ha, en að vísu aðrar korntegundir og sérlega vel grænmeti
°g kartöflur. Og nú má telja víst, að grasrækt geti vel heppn-
azt á stórum svæðum. Nokkuð hefur einnig ráðið, hve duglega
Aar auglýst um gæði meginlandsins og útflytjendum alla vega
lctt undir bagga með að komast þangað, en alls ekki til að
setjast að á Nflandi. Síðan loku hefur að mestu verið skotið
fyrir frekari útflutning til Gósenlandanna í Kanada og Banda-
rikjum, mundu hins vegar margir vera nú fúsir til að flytja
til Nflands, ef svipuð kjör byðust, ódýr ferð, ókeypis jarðnæði,
styrkir til bygginga og fyrstu vetrarsetu o. f 1., eins og Vestur-
förum fyrrum stóð til boða. Hér gildir sama um Nfland og
ísland, og má vel vera, að seinna komi að því, að slík kjör
kjóðist.
Reynsla síðari tíma hefur sýnt það víða um lönd, að kald-
ranaleg veðrátta og jafnvel hafís og frosnar hafnir á vetrum
faela lítið innflytjendur, ef atvinna nóg er í boði og gott til
matfanga með veiðiskap og jarðrækt. Maturinn og aringlóð
heimilisins eflir föðurlandsást, hvar sem er. Menn syngja „ást-
kæra fósturmold", þó að bundið sé landið klaka í marga mánuði
ársins og „ei sé loðið þar til beitar“, ef nóg er til að bíta og
hrenna.
Það fara litlar sögur af skáldskap og bókmenntum Nflend-
lnga, enda nóg af enskum skruddum að lesa. Þó eiga þeir sín
eigin ættjarðarkvæði, sem þeir syngja með hrifningu. Þar er
landið rómað fyrir náttúrufegurð og skilyrði fyrir framtíðar-
blómaöld, sbr. „Dýrðarmynd í Atlantsál“ hjá okkur, og orðum
hagað svipað og í þjóðsöng Færeyinga:
„og áir renna vakrar har og fossa nógv,
tær vilja allar skunda sær í hláan sjógv“.
Islendingar syngja „Þú álfu vorrar ijngsta land“. Nflendingar
geta með enn meiri sanni sungið sama um sitt land — sem
þjóðland, því að það er ekki lengra síðan en um 1650, að landið