Eimreiðin - 01.01.1941, Síða 60
46
NÝFUNDNALAND OG FJÁRHAGSHRUN ÞESS
EIMHEIÐIX
fáum og aðeins takmarkaðan tíma árs. En arðurinn af málni-
inum lendir mestallur í vasa auðfélaganna, þar til er Nfland
sjálft er fært um að taka að sér námurekstur allan. Öðru máli
gegnir um atvinnu við skógarhögg og pappírsgerð.
Fyrrum var aðeins lítið fellt af skógi og þá mest til eigin
afnota til bygginga og til eldsneytis. Sjómönnum var t. d.
heimiluð frjáls afnot af skógi á fjögra kilómetra svæði næst
sjónum allt i kringum land. En hið innra í landinu var lítið
hugsað um skógarhögg, enda örðugt aðgöngu.
Þetta breyttist 1905, þegar blaðakóngurinn Nutfield kom til
sögunnar og stofnaði pappírsverksmiðju. Upp frá því hefur
afar mikið verið fellt af skógi til pappirsgerðar.
Fram til 1880, mátti heita, að Nflendingar stunduðu ein-
göngu sjóinn, en skeyttu lítt um landið og landsnytjar. Allra
hugir beindust út á sjóinn. Allir nærðust af hafsins gæðum,
líkt og barnið á móðurbrjósti. Landið var aðeins afdrep með
húsaskjóli fyrir illviðrum og hafís.
Allt voru sjómenn og sjómannafjölskyldur nema kaupmenn,
einn eða fleiri í hverju sjávarþorpi og inargir á St. Johns. Þeir
voru flestir útgerðarmenn um leið. Þá voru allir fátækir á
Nflandi nema kaupmennirnir, en þeir urðu þó ekki ríkir nema
sumir. Peningar þekktust varla. Allir voru i reikningi og tóku
út á óveiddan þorsk, þó ekki meira en kaupmanninum fannst
áhættulaust fyrir sig og þá. Auður sumra kaupmannanna
kom af því, að þeir voru slægir sem höggormar, en sjómenn-
irnir einfaldir sem dúfur. Þannig hafði þjóðlífið í landi um
langan aldur hagað sér fátæklega og friðsamlega (þó að sultur
væri á fiskileysisárum), en á sjónum var alla jafna hörð sókn
gegn Ægi og Kára.
En um og eftir 1880 hófst ný öld á Nflandi, framfarir,
brask og bríarí og — fjárkröggur.
Lánsverzlunarfyrirkomulagið gamla hafði sína galla, en hafði
gefizt sæmilega fram að byrjun þessarar aldar. Þegar nýi
tíminn byrjaði með meira lífi i landi, vildu sjómennirnir fara
að ráða sér meira sjálfir, og þá fór að koma illur andi inn í
gamla samhandið milli kaupmanna og sjómanna. Bankar fóru
að lána, og sjómenn fóru að slá sér saman og spekúlera og
stofnuðu jafnvel kaupfélög. Mikið stóð til, því að viljinn var