Eimreiðin - 01.01.1941, Page 77
eimreiðin „ÉG VEIT EINN ÍSLENZKAN SKOPLEIIiARA!“ 63
En hver hefði nú orðið hlutur íslenzkrar leiklistar, ef Bjarna
Ejörnssonar hefði gætt að verulegu leyti á leiksviðinu hér frá
því fyrsta? Það er meira en litið vafamál, hvort leikhúsið hér
hefði orðið stórum ríkara, þótt ráða megi í þá merkingu í
°rðum skáldsins. Bjarni Björnsson er að sönnu góður skop-
leikari, og hann er vinsæll með afbrigðum, svo að óhætt hefði
verið um aðsóknina að leiksýningunum, en mér er næst að
halda, að samfleytt starf á leiksviðinu hér hefði leitt í ljós
aðra hlið leikaragáfu hans. Henni brá fyrir í meðferð hans á
hlutverki Sherlock Holmes, sem hann lék hér enn að nýju í
hitt eð fyrra. Þar skapaði hann sterka og eftirminnilega per-
s°nu með festu og öruggri ró, með hóflegri radd- og líkams-
heitingu og sýndi fyrirmannlega nærgætni í öllum viðurskipt-
Uln leiksins. Hver veit, nema Bjarni Björnsson hefði einmitt
getað tekið við, þar sem Jens B. Waage sleppti, að leiða fram
a leiksviðið fágaða heimsmenn og prúðmenni, en eftir þeim
hefur verið auglýst af áhorfendum hér og elcki að ófyrirsynju?
hessi hlið á leikaragáfu Bjarna kemur þeim á óvart, sem þekkja
hann ekki að öðru en eftirhermum og skopi. Nú er það vita-
shuld helzt til seint að bæta Bjarna og leikhúsinu upp það
^jón, sem hvort tveggja hefur orðið fyrir vegna þess, að þau
fórust á mis fyrir mörgum árum. Þó væri það ekki illa til
fallið, að þjóðleikhúsið hagnýtti hér hina margvíslegu reynslu
°g þekkingu Bjarna, þegar það loksins kemst upp. Það væri
a- m. k. að draga úr ádeilu Einars skálds Benediktssonar.
Ýmisleg’ hljóð.
Máttleysið glamrar og glamrar,
gengur við þyngsli á snið.
En máttkasti þróttur er þögull,
þarf ekki glamurs við.
Þeim, sem á þróttinn mestan, er þunginn léttur.
— Heyrirðu, glamrari góður, er grasið sprettur? —
Oft er um óró vottur hinn ytri kliður.
Takmark andans er innri friður.
Sigurjón Friðjónsson.