Eimreiðin - 01.01.1941, Qupperneq 80
66
ÞÓRKATLA Á NÚPI
EIMHEIÐIN
— Gerir það nokkuð til?
— Ja, húsmóðirin sagði mér nú ekki beint að flýta mér, en
hins vegar hefur hún aldrei verið hlynnt neinu slóri.
■—- Nú, áttu heima hérna einhvers staðar í grenndinni?
— Nei, biddu fyrir þér, það er að minnsta kosti þriggja tíma
lestagangur heim að Núpi liéðan. Ég var nú að koma úr kaup-
staðnum, bíllinn heima var bilaður, ég var með stykki, — er
með stykki í hann hérna. Það er annars undarlegt, sagði karl-
inn og hristi sig, að manni skuli geta orðið kalt af því að sofa
úti í svona bliðu. O, það er af því, að maður er orðinn gam-
all, góði minn. Og hann stóð upp og ók sér.
— Heyrðu, sagði ég, ég á hérna nokkuð, sem getur kannske
hitað þér. Að svo mæltu fór ég í mal minn og dró þar upp
koníakspela og rétti að karli. Hann hýrnaði allur í bragði og
fékk sér drjúgan teyg. Svo ólc hann sér aftur: — Þægilegur er
hann nú alltaf, ylurinn, hafðu blessaður gert, sagði hann og
fékk mér aftur pelann.
— Jæja, svo að þú átt heima á Núpi, sagði ég. —- Og hvar er
nú sá bær?
— Núpur í Gautsdal? Málrómur gamla mannsins lýsti hinni
dýpstu undrun. — Hefurðu aldrei heyrt Núp í Gautsdal nefnd-
an fyrr?
— Ónei, ég hef aldrei komið á þessar slóðir áður. Ég er úr
Reykjavík.
— Nú, hananú, úr Reykjavík, ekki nema það þó. Og hvað
ertu að gera hérna, ef mér leyfist að spyrja?
— Gera? Ekkert, ekki neitt, ég er hara að ferðast mér til
skemmtunar, skoða landið. Og nú fæ ég þó að minnsta kosti að
vita eitthvað um Núp i Gautsdal.
— Já, það er satt. Og ef þú vilt, þá geturðu setið í kerrunni
hjá mér hérna yfir heiðina. Ætli hann Stóri-Jarpur dragi okkur
ekki báða? Karlinn hló og fór að spenna hestinn fyrir. Síðan
var lagt af stað. Við sátum á nokkrum samanvöfðum pokum, og
fór vel um okkur. Stóri-Jarpur virtist vera fullkomlega viss urn
stefnuna, að minnsta kosti hélt karlinn ekki einu sinni í ak-
taumana, heldur sneri balíi í klárinn og fór þegar að tala við
mig.
— Jahá, sagði hann.