Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1941, Page 84

Eimreiðin - 01.01.1941, Page 84
70 ÞÓRKATLA Á NÚPI EIMHEIÐIN ekki verið búin að gleyma honum Sigurði stúdent, og það er ekki víst, hvort hún er búin að því enn. •—• — Jæja, það var haldin þessi dæmalausa veizla. Það er mesta hátíð, sem ég hef noklturn tima verið á, það var þar bara nærri allt fólkið úr dalnum, og þar eru fjórtán bæir, og var alls staðar fjölmennt, — ja, hún kostaði skildinginn, veizl- an sú, en Finnur gamli horfði nú ekki í það, og hann lék við hvern sinn fingur í þá þrjá daga, sem ósköpin gengu á, enda varð honum það víst um megn, því að hann andaðist skönnnu síðar, blessaður öðlingurinn, og þá var haldið annað hófið frá, þegar hann var jarðaður. — Jæja, svo byrjaði nú hjónabandið og búskapurinn, og hvorugt gekk amalega, held ég, lagsi. Það var oft þetta tuttugu manns í heimili, og ekki gekk manni nú verk úr hendi, ltarl- inn, o-nei. Hjónin eignuðust dóttur árið eftir, að þau giftust. Hún var látin heita Asa eftir móður hans Óláfs heitins, og þrem árum eftir það áttu þau son, sem auðvitað var skírður Finnur. Svo tveim árum seinna, það var víst aldamótaárið, eignuðust þau tvíbura, tvær stúlkur, sem skírðar voru Guðlaug og Ólafia. Já, hún var látin heita eftir föður sínum. Hann fékk hastarlega lungnabólgu milli jóla og nýárs og dó einmitt, þegar gamla öldin var að kveðja, seint á gamlárskvöld. Þau voru ekki glað- vær aldamótin á Núpi. Öllu fólkinu þótti vænt um blessaðan húsbóndann og sá eftir honum, en konan, sem nú stóð ein uppi með öll litlu börnin, hún huggaði fólkið sitt, og veit ég þó, að henni þótti vænt um manninn sinn, sem hafði verið henni mjög góður. Þú vilt kannske halda, að þetta hafi nú ekki verið svo mikið, vegna þess, hvað Þórkatla var rík, en hvað er auðurinn hjá góðum og samhentum eiginmanni? — Jæja, þetta leið allt frá með tímanum, og allt gekk sinn vana gang á Núpi, og blessuð húsmóðirin þurfti náttúrlega ráðsmann, og það varð nú hann Magnús minn, sem hlaut hnossið. Ég var svo gagnkunnugur öllu þar, og um tryggð mína og trúskap vissi húsmóðirin náttúrlega vel. Og ég er nú ekki búinn að missa ráðsmannstitilinn enn þá, þótt ég sé nú orðinn hálfgert skar, gigtin ætlar mig alveg lifandi að drepa, svona við og við. O, nei, ég á nú enn að heita ráðsmaður á Núpi. sjötugur þó.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.