Eimreiðin - 01.01.1941, Qupperneq 86
72
ÞÓRKATLA Á NÚPI
EIMREIÐIN
árið, sem hún átti að vera í skólanum. Hún giftist nú mannin-
um, sem var víst og er bezti drengur, en hún hefur aldrei
komið heim að Núpi síðan, hvernig sem móðir hennar hefur
beðið hana. Þau voru voða fátæk, og svo var Guðlaug alltaf
lasin, eftir að hún eignaðist barnið, svo að Þórkatla fór bara til
Reykjavíkur og kom með telpuhnokkann hingað. Og hún er nú
það eina, fyrir utan húsmóðurina, sem heitið getur, að sé eftir
af Núpsættinni. Hún heitir Guðrún og er á Núpi núna, stundum
er hún í Reykjavík, en mamma hennar er alltaf að berjast við
dauðann. Hún er búin að vera lengi í spítala, en hingað vill
hún ekki koma sér til hressingar, hvað sem tautar, og þó held
ég ekki, að Þórkatla hafi verið neitt hörð við hana, þegar henni
varð þessi hrösun á.
—■ Er ekki gamla konan farin að láta ó sjá eftir allar þessar
raunir? spurði ég.
— Það geturðu sjálfur séð, því að nú geri ég ráð fyrir, að þig
langi til að sjá hana og allt á Núpi eftir það, sem þú ert búinn
að heyra, svaraði Magnús hæglátlega.
— Já, til þess langar mig mikið, sagði ég. Það er fallegt
þar, er það ekki?
— Fallegt, jú, það er nú i mínum augum fallegasti bletturinn
á jörðunni. Ég hef nú ekki víða farið, en ég er viss um, að
fallegri sveit en Gautsdalur er ekki til á landi hér.
— Hún hlýtur að vera afar merkileg kona, þessi húsmóðir
þin?
— Hún er gull, hreinasta perla. Ég hef oft verið að hugsa
um, hvað margar konur hefðu getað gengið í hennar spor og
borið baggana eins og liún hefur gert og hvernig þær væru
útlits eftir aðrar eins sorgir og mæðu og hún Þórkatla hefur
orðið að þola.
Magnús þagnaði og leit gömlum, votum augum fram á
veginn. Ég þagði einnig. Frásögn hans hafði snortið mig und-
arlega. Ég hef þekkt konur, sem voru hetjur, en aldrei hafði ég
heyrt getið um slíkar hörmungar sem þær, er þessi hafði orðið
fyrir. Unnusti, eiginmaður, fjögur börn í blóma lifsins liverfa
yfir í ríki dauðans, flest mjög sviplega. Og gegnum þetta allt
stendur hún bein og bjartsýn á lífið, þótt það veiti að henni
sorgarbylgjum sínum einni af annarri og ógni að uppræta ætt-