Eimreiðin - 01.01.1941, Síða 88
74
ÞÓRKATLA A NÚPI
EIMREIÐIN
Stóri-Jarpur tók nú aS ókyrrast, og var auðséð, að hann vildi
heim sem fyrst, enda gaf Magnús honum lausan tauminn, og
fetaði hann sig þá örugglega niður eftir hlíðinni.
Ég var svo snortinn af fegurð þeirri, er svo snögglega hafði
birzt mér, að ég gat lítið sagt fyrst í stað. En Magnús rauf
þögnina með því að spyrja: Jæja, hvernig lízt þér á þig?
— Ég á varla orð til, sagði ég. — Ég man ekki eftir að hafa
nokkurn tíma á ævinni séð fallegri sveit.
— Datt mér ekki i hug, þú ert ekki sá fyrsti, sem segir þetta,
sagði gamli maðurinn brosandi. — Hvað segirðu annars um
að eiga heima hérna?
— Það vildi ég gjarnan, en hvernig er hér á veturna?
— Það er nokkuð mikið vetrarríki hérna, en alltaf jafn-
fallegt. Þá er áin eins og spegill, og þá er nú komið við skaut-
ana hérna í dalnum, lagsi. Og skíðabrekkur ætti ekki að skorta.
Þið eruð ekki svo lítið hrifnir af þeim, Reykvíkingarnir, enda
finnst mér það engin furða. Aldrei gæti ég fengið mig til að
vera þar, sem ekkert er annað en hús og aftur hús, hvergi hægt
að hafa blessað grasið undir fótunum. Nei, segi ég það enn og
aftur, fyrir mér er Gautsdalur paradís á jörðu.
— Hann lítur að minnsta kosti þannig út, sagði ég hugsi.
— Á, var það ekki, og þá held ég, að þú verðir ekki hneyksl-
aður yfir gestrisninni hérna, karl minn.
— Heyrðu, Magnús, hvenær var þetta liús á Núpi hyggt?
— Það er nú 11 úra gamalt, og þótt það hafi ekki verið haft
hátt um það, þá hef ég heyrt vel viti borna menn segja, að það
hafi verið fyrsta svona nýmóðins húsið, sem byggt hafi verið
í sveit á íslandi. Þú tókst ef til vill eftir því, karl minn, að það
rýkur ekkert ú Núpi, þar rýkur einu sinni ekki í sláturstíðinni.
Um það sér lækurinn þarna uppi í gilinu. Magnús benti. — Hann
er þrælbeizlaður og mýldur, og svo höfum við auðvitað útvarp,
síma og hvers konar tilfæringar. Ég hlusta nú ekki á útvarpið,
nema þú á messur. Hann er nú heldur latur orðinn að messa,
hann séra Högni minn ú Hjallabóli, enda er hann afgamall og
hefur, að því er fólkið segir, aldrei neinn ræðuskörungur verið.
Annars er hlustað á allt hér á Núpi nema bara eitt, en það eru
þessar árans stjórnmáladeilur. Þórkatla vill ekkert vita af rif-
rildinu í þeim þarna í Reykjavík, en það er nú útvarp á Ivlepps-