Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1941, Page 90

Eimreiðin - 01.01.1941, Page 90
76 ÞÓRKATLA Á NÚPI EIMREIÐIN sín sjötíu ár og allar þeirra sorgir á herðum. Og hún tók kveðju minni vingjarnlega. — Það er ekki oft, sem fólk kemur hingað úr Reykjavík, sagði hún. Ég skýrði henni frá, hvernig ferðum mínum væri háttað, og lét liún vel yfir, að menn legðu land undir fót, ef tími væri til, og kynntust fjarlægum héruðum og byggðarlögum. Síðan bauð hún mér þar að vera svo lengi, sem ég vildi, og flaug mér þá í hug mikilúðleg höfðingjakona frá söguöldinni, svo mjög fannst mér til um hina glæstu framkomu hennar. Hún bauð mér inn í rúmgott anddyri, lét roskna konu, sem þar var fyrir, vísa mér til snoturs og þægilegs herbergis, og benti sú hin sama mér einnig á baðklefa, þar sem ég gæti hreinsað af mér ferðarykið, áður en gengið væri til borðs. Meðan ég lá í baðkerinu og lét volgt vatnið leika um líkama minn, hugsaði ég um, hvort allt það, sem fyrir mig hafði borið þennan dag, gæti i raun og veru verið satt og rétt, eða hvort það væri aðeins draumur. En ég varð að trúa glaðværu tali fólks úti fyrir, sem var að koma heim frá vinnu, og hinu prýði- lega búna borði, sem konan vísaði mér inn til, er ég kom ný- þveginn niður stigann. Það var borið á borð fyrir þrjá, og ég þóttist vita, að Þór- katla og Guðrún myndu matast með mér. Ég stóð og litaðist um í hinni vistlegu stofu, er hurðin var opnuð og ung stúlka kom inn. Ég hopaði á hæli og kom ekki upp nokkru orði fyrir undrun. Hún staðnæmdist einnig i dyrunum og starði á mig, meðan kinnar hennar sveipuðust léttum roða. Og nú sá ég glöggt, á hverja Þórkatla hafði minnt mig við fyrstu sýn, því að Guðrún var lifandi eftirmynd hennar. — Þér hér, Guðrún, gat ég loksins stamað, og hún lét undrun sína í Ijósi á svipaðan hátt. Og svona stóðum við eins og álfar úr hól, þegar húsfreyjan kom inn, leit einkennilega til okkar, skaut fram þeirri athugasemd, að við hefðum sjálf- sagt kynnzt í Reykjavík, og bauð okkur að gera svo vel. Maturinn var óbrotin sveitafæða, prýðilega framreidd. Og mér mun þessi máltíð seint gleymast, þarna sem ég sat and- spænis stúllcunni, sem um tveggja ára skeið hafði ekki vikið úr huga mínum, þótt kynni okkar hefðu ekki verið mikil, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.