Eimreiðin - 01.01.1941, Side 103
eimueiðin
BIÐLAR AUMINGJANS
89
í*egar ég horfði á eftir henni álútri ganga þunglamalega í
áttina til þorpsins, þá heyrði ég fyrst óminn. — Það var lítill,
grár fugl, sem söng úti á nesinu.
Hún er farin að vona aftur, hiin Lísa. Hún horfir á blöðin,
sem fjúka af birkitrénu, og segir, að þeir komi.
Það var rós i glasi í kvistglugganum hennar í dag. Getið þið,
frá hverjum hún er. Hiin er frá mér, Birni skrifara hjá bsejar-
fógetanum og riddara af Fálkaorðunni.
Hann er þó aldrei að draga sig eftir þessum aumingja, pilt-
urinn sá arna, segið þið, sá er þó loðinn um lófana, og honum
Væri óhætt að bera niður þar, sem feitara er fyrir.
O, sei, sei, nei, nei. Ég býst ekki við að fara oftar í biðilsbux-
urnar í þessu lífi. Það er oft, sem ég segi við sjálfan mig: Þér
sjáið það, Björn (ég þéra sjálfan mig, siðan ég varð riddari),
uð allir þeir hjónaskilnaðir, sem þér hafið bókað nú i 15 ár,
sýna yður það beinlínis, að kvenfólkið er oskiljanlegur hlutur,
stundum eldur, stundum vatn, stundum hvorugt. Maður veit
alórei, hvort hann á að hafa stórseglið eða fokkuna uppi,
begar hann talar við það. — Nú þurfið þið að fá að vita, hvers
Vegna ég, embættismaðurinn, tala svona sjóaralega.
Ég var nefnilega á báti með Gvendi sáluga í tvö ár. Hann var
óugnaðarforkur, þrjár álnir á hæð, drakk lýsi úr grútarkagg-
anum, áður en hann fór á sjóinn, og brennivín á kvöldin og
reifst við kerlinguna sina á sunnudögum.
Það hjónaband endaði illa. Sko. Gvendur var eitt sinn full-
llr, og kerlingin var tekin til að skamma hann. Gvendur lá
endilangur uppi í bedda og kvað Örvar-Oddsrímur. Hann
fn'ýndi raustina, þegar kerling byrjaði, en hún færði sig upp
á skaftið og kom nær. Að lokum reif hún í hárið á honum og
öskraði í eyrað á honum.
Þá varð Gvendur vondur. Hver ykkar hefði ekki orðið það?
Hann stóð á fætur og sló hana — of fast, því að hun lokaði
uugunum og opnaði þau ekki aftur. Ég hef alltaf verið hyggi-
lega gætinn og hafði setið úti í horni, meðan á öllum þessum
ósköpum gekk. Nú færði ég mig hægt nær. Gvendur var aftur
skriðinn upp í beddann og tekinn til að kveða að nýju.
En ég kunni ekki við að sjá húsfreyjuna liggja þarna á gólf-